Engin venjuleg verslun - Annar hluti

13. Áfengisútsölurnar Þegar Áfengisverzlun ríkisins var stofnuð var henni gert skylt að reka útibú í öllum sjö kaupstöðum lands- ins, til að uppfylla viðskiptasamninga við Spánverja. Sú túlkun á samningunum við Spánverja var umdeild og má raunar segja að hið opinbera hafi ekki fylgt henni eftir nema með hálfum huga. Þannig var sveit- arfélögum sem síðar fengu kaupstaðarréttindi ekki gert skylt að leyfa opnun áfengisútsölu. Áfengisverzlun ríkisins sinnti framleiðslu og dreifingu á vímugjafa sem hafði ýmis þjóðfélagsleg og heilsufarsleg vandamál í för með sér. Af þeim sökum var starfsemin umdeild og stöðug umræða í gangi um hvort rétt væri að hafa útsölustaði á jafn mörgum stöðum og tiltekið var í áfengislögum. Barátta fyrir „héraðsbönnum“ og lokun útsölustaða hófst á fjórða áratugnum og náði hámarki á sjötta áratugnum þegar útsölustöðum var lokað alls staðar nema í þremur kaupstöðum, að undangengnum atkvæðagreiðslum. Lokunin þótti þó ekki gefa góða raun og innan skamms voru flestar útsölurnar opnaðar á ný. Útsölum Áfengisverzlunarinnar fjölgaði hægt fram á 9. áratuginn. Alsiða var að kosið væri um opnun áfengisútsölu á hverjum stað fyrir sig og var engan veginn víst að slíkt fengist samþykkt. Nokkur þáttaskil urðu 1983–1984 þegar á skömmum tíma voru opnaðar útsölur á Akranesi, Sauðárkróki og Selfossi. Nýir tímar voru í nánd. Áfengisútsölur á stríðsárunum Áfengisútsölurnar voru ýmsum þyrnir í augum og voru fá tækifæri látin ónotuð til að knýja á um lokun þeirra. Það sjónarmið virðist enda hafa átt miklu fylgi að fagna meðal almennings. Veturinn 1939–1940 undirrituðu 22.598 alþingiskjósendur áskorun um lokun allra áfengisútsölustaða í landinu á meðan styrjöldin í Evrópu stæði yfir. Kjósendur í næstu þingkosningum þar á undan, árið 1937, voru 67.195 þannig að hér var um þriðjungur atkvæðisbærra manna á ferð. 778 Annað tilefni gafst eftir að Ísland var hernumið í maí 1940. Þá hvatti Stórstúka Íslands til þess að áfengisútsölum væri lokað á meðan erlent herlið væri í landinu. Ríkisstjórnin var ekki tilbúin til þess, en stríðið hafði áhrif á starfsemi Áfengisverzlun- arinnar og í júníbyrjun 1940 þurfti hún að loka vegna vöruskorts. Áfengisútsölurnar voru lokaðar í þrjár vikur, en opnaðar aftur í lok júní. Að mati bannmanna voru dýrðardagar á því méli. Var fullyrt að „[á] meðan áfengisútsalan var lokuð einkendi fullkomin hátt- prýði og siðsemi alt framferði almennings.“ 779 Lög- reglustjórar í kaupstöðum þar sem áfengisútsölum var lokað fögnuðu áhrifum lokunarinnar á bæjar- brag. 780 Bannmenn fengu þá vind í seglin að nýju. Sölubannið var afnumið árið eftir á þann hátt að farið var að selja vín samkvæmt undanþágum í samræmi við sérstakar reglur og skyldu útsölumenn á hverjum stað úrskurða um hvenær skyldi veita undanþágu og hvenær ekki. Útibússtjórunum var þarna fengið í hendur vandaverk. Stórstúka Íslands gerði nú lokun sölustaða að sínu aðalbaráttumáli. Töldu templarar að með því mætti koma á „héraðsbönnum“ víða um land. Höfðu þeir ástæðu til að ætla að málið hefði nokkurn stuðning víða um land. Það voru fyrst og fremst úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Reykjavík sem urðu til þess að horfið var frá áfengisbanni á 4. áratugnum en víðast hvar annars staðar höfðu bannmenn verið í meiri- 195

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==