Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Bréf Guðbrands Magnússonar forstjóra ÁVR til Guðmundar Péturssonar, útsölumanns á Ísafirði, dags. 14. júlí 1942 og merkt „einkamál“. „Hr. útsölumaður Guðmundur Pétursson Í s a f i r ð i . Svo sem yður er kunnugt, eru áfengismálin jafnan mikið vandamál. Ofan á alla aðra reynslu í því efni höfum við nú fengið lokunar og und- anþágureynzlu síðustu 12 mánuða. Svo sem gaf að skilja bar lokunin góðan árangur fyrst í stað, en þegar til kom seig á ógæfuhlið. Þori eg að fullyrða, að á vissum tímum síðari hluta árs meðan ekki var látin út nokkur flaska frá Áfengisverzluninni, nema lít- ilsháttar til erlendra sendisveita, var ástandið hér eitt hið skelfilegasta sem nokkurntíma hefir átt sér stað, einkum í Reykjavík. Síðan um áramót hafa verið framkvæmdar undanþágur til áfengiskaupa, til skamms tíma, eingöngu á léttum vínum. Stjórnarráðið lét einn af sínum helstu starfsmönnum úrskurða um undanþáguumsóknirnar. Fyrir nokkru síðan baðst umræddur starfsmaður undan þessu hlut- skifti. Síðan hefir hlutaðeigandi ráðherra í sam- ráði við mig o.fl . unnið að því, að semja reglur um það, undir hvaða kringumstæðum heimila ætti áfengiskaup, og verða yður nú sendar þær, ásamt nokkrum skýringum í sérstöku bréfi. Sú varð niðurstaðan, að eðlilegast og örugg- ast þótti að fela útsölumönnum Áfengisverzl- unarinnar, hverjum í sínu umdæmi, að annast um undanþáguveitingarnar eftir hinum settu reglum, þeir hafa mestan persónulegan kunnug- leik sem máli skiptir, og mesta reynzlu. Mestu varðar að láta ekki blekkjast. Áleitnin er mikil. Leikur grunur á að keypt hafi verið leyfisbréf til þess eins að geta fengið undanþágu til kaupa á víni í brúðkaup, brúðurin engin. Þá er næst að láta hóflega úti í hverju tilfelli, um það verður tilefni að ráða mestu. Hversdagslegur borgari þarf ekki mikið áfengi í fertugsafmæli, ungur maður enn minna í 25 ára afmæli o. s. frv. Eðlilegt er að fara allt niður í 1–2 flöskur með minstu tilefnin, en hámark í veizlum er sem svar- ar hálfflösku af sterku áfengi á mann, og þó rétt að draga úr þessu þar sem vitað er að ýmsir gesta eru konur, eða karlar sem ekki neyta áfengis. Til stendur að selja bændum 2 flöskur í töðu- gjöld og farmönnum á fiskiskipum sem svarar hálfflösku á mann í vetrarvertíðarlok, þótt þetta sé ekki í reglunum, og má veita þessa heimild sé eftir leitað. Rétt er að láta ekki áfengi úti löngu fyrirfram, þó verður að taka tillit til þeirra sem fjarri búa og við örðugar samgöngur eiga að etja. Allt áfengi sem úti er látið skal skrifa á nótu og greina tilefni. Treysti eg því að þið útsölumennirnir reynist þeim vanda vaxnir, sem hér er á herðar ykkar lagður. Í Reykjavík verður ekki hjá því komist að halda spjaldskrá yfir undanþáguveitingarnar, og munum við senda ykkur slík spjöld, ef þið telduð þeirra þurfa. Fyrst um sinn erum við ekki vel byrgðir af neinu nema brennivíni, rétt að láta sem minnst úti af öðrum tegundum sérstaklega whisky. Þó verður að hjálpa um þetta þegar þið teljið annað óhjákvæmilegt. Sé eitthvað af hólfakössum hjá ykkur, þá sendið þá sem fyrst. Það greiðir fyrir því, að við getum birgt útsölurnar upp af því sem til er. Með bezta trausti og vinsemdarkveðju Guðbrandur Magnússon.“ ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/44 nr. 3. 196

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==