Engin venjuleg verslun - Annar hluti

hluta. Á hinn bóginn töldu templarar skömmtun áfengis óviðunandi aðgerð af hálfu stjórnvalda og vildu einungis lokun. 781 Hinn 25. september 1940 tóku dagblöðin í Reykja- vík sig saman um að helga eina síðu bindindismálum, að frumkvæði Péturs Sigurðssonar erindreka. Var hópur manna fenginn til að skrifa um þau í blöðin. Meðal þeirra var Halldór Laxness, sem ritaði í Þjóð- viljann og beindi spjótum sínum að rónum Reykja- víkur. Sagði hann m.a.: Áður en her þessi settist hér upp á okkur, mátti svo segja, að íslenzkir fylliraftar hefðu einir manna í þjóðfélaginu sérréttindi til að brjóta lögreglusamþykkt Reykjavíkur eftir geðþótta: betla, vaða upp á menn með skömmum og ill- yrðum, öskra og fljúgast á á götunni o. s. frv. Með hinni nýju fyrirskipun lögreglunnar hefur þessari ömurlegu sérréttindastétt verið kippt frá völdum um skeið. 782 Halldór tók ekki beinlínis undir kröfu templara um héraðsbönn, en það gerðu margir þeirra sem tjáðu sig af þessu tilefni. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur taldi t.d. að ríkisstjórnin þyrfti „að hugleiða það í fullri alvöru, hvort ekki sje kominn tími til að setja fullar skorður gegn áfengissölu bæði til innlendra manna og útlendra“ með því að loka Áfengisverzlun ríkisins. 783 Prestastefna íslensku þjóðkirkjunnar sam- Áfengisverslunin Lindargötu (1965–1970). Þorgeir Baldursson starfsmaður ÁTVR að afgreiða viðskiptavini árið 1976. 197

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==