Engin venjuleg verslun - Annar hluti

14. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verður til Á sjöunda áratugnum urðu nokkrar breytingar á starfsemi ÁVR. Fyrst ber að telja sameiningu Áfengis- verzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins í eitt fyrirtæki, ÁTVR, árið 1961. Var markmið sameining- arinnar að spara í yfirbyggingu, skrifstofukostnaði, bókhaldi og almennum rekstri. Önnur veigamikil breyting á starfsemi fyrir- tækisins var þegar Lyfjaverzlun Íslands var aðskilin frá öðrum rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríksins árið 1969. Var það fyrirboði að endanlegum aðskiln- aði þessara fyrirtækja árið 1986. Tímamót urðu í rekstri ÁTVR árið 1970 þegar framleiðsla og vörugeymslur fyrirtækisins fluttust frá Skúlagötu yfir í Dragháls sem síðar varð Stuðlaháls. Hið nýja húsnæði var bæði stærra og hentaði betur starfsemi fyrirtækisins þannig að afköst jukust við flutningana. Allar reyndust þessar kerfisbreytingar lífseigar þannig að við upphaf 21. aldar var ÁTVR starfandi og staðsett í Stuðlahálsi, en lyfjaverslun var ekki lengur hluti af starfsemi fyrirtækisins. Gömul hugmynd verður að veruleika Árið 1943 kom fyrst fram sú hugmynd að sameina ætti Áfengisverzlun ríkisins og Tóbakseinkasölu rík- isins. Björn Ólafsson fjármálaráðherra hélt því fram „að sameining þeirra muni spara ríkissjóði mikið fé. Áfengisverzlunin mun bráðlega þurfa á nýju húsnæði að halda, og þegar hafizt yrði handa um byggingu þess, væri æskilegt, að þessi sameining hefði átt sér stað“. 845 Frumvarp þessa efnis dagaði uppi á Alþingi, en annað og öllu ítarlegra var lagt fram veturinn 1950–1951. Því frumvarpi var vísað til fjárhagsnefnd- ar og kom ekki frekar á dagskrá þingsins. 846 Árið 1960 kom svo þriðja frumvarp sama efnis fram að undangenginni rannsókn á því hvort það mundi leiða til sparnaðar að sameina fyrirtækin. Leiddi hún í ljós að sparnaður yrði varðandi yfir- stjórn, skrifstofuhald, bókhald og annað slíkt. Einnig mætti vænta minni húsnæðiskostnaðar og minni kostnaðar vegna framleiðslu, birgðahalds, útsend- ingar, flutnings og annars þess háttar. Var þetta frumvarp samþykkt samhljóða á alþingi. 847 Hinn 2. mars 1961 voru gefin út lög um sameiningu rekstrar Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkis- ins, sem skyldu framvegis heita Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins. 848 Sameiningin kallaði á ýmiss konar samþættingu starfsemi þessara tveggja fyrirtækja, en hún bar þess merki að Áfengisverzlun ríkisins var mun stærra og umsvifameira fyrirtæki en Tóbakseinkasalan. Sam- eiginlegar skrifstofur fyrirtækisins voru í Borgartúni, þar sem Tóbakseinkasalan hafði áður verið. Segja má að sameiningin hafi endanlega verið um garð gengin þegar vörugeymslur og framleiðsludeild fluttust í nýtt húsnæði árið 1970. Yfirstjórn Ein stærsta breytingin á rekstri hins nýja fyrirtækis var sameiginleg yfirstjórn. Eins og áður voru yfir- menn ÁTVR pólitískt ráðnir og raunar sátu tveir 211

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==