Engin venjuleg verslun - Annar hluti

æðstu yfirmenn fyrirtækisins á Alþingi hluta starfs- ferils síns hjá því. Jón Kjartansson, forstjóri Áfengisverzlunar ríkis- ins, tók við forstöðu ÁTVR við sameiningu ÁVR og Tóbakseinkasölunnar. Jón var fæddur á Siglufirði 5. júní 1917. Hann vann við síldarsöltun og útgerð á Siglufirði, en var ráðinn bæjarstjóri 1949. Hann var framsóknarmaður, eins og Guðbrandur Magnússon. Árið 1961 var Framsóknarflokkurinn raunar í stjórn- arandstöðu og alþýðuflokksmaðurinn Sigurður Jón- asson forstjóri Tóbakseinkasölunnar sótti um starfið á móti Jóni. Fjármálaráðherra ákvað hins vegar að skipa Jón. Pólitískum ferli Jóns var ekki lokið þótt hann yrði forstjóri ÁVR. Hann sat t.d. á Alþingi sem varaþingmaður frá 1959 og sem þingmaður Norður- lands vestra 1969–1971. Jón var forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til dauðadags 21. nóvember 1985. Næstráðandi Jóns alla tíð frá sameiningu var Ragnar Jónsson skrifstofustjóri. Hann var fæddur í Bóluhjáleigu í Holtum 24. ágúst 1915 og hafði unnið við verslunarstörf á Hellu og verið framkvæmda- stjóri Verslunarfélags Vestur-Skaftfellinga. Ragnar var virkur í Sjálfstæðisflokknum og var varaþingmaður flokksins um skeið og alþingismaður í nokkra mán- uði vorið 1967. Hann var bróðir Ingólfs Jónssonar á Hellu, sem var alþingismaður og ráðherra um ára- bil. Ragnar var skrifstofustjóri ÁTVR 1961–1985 en settur forstjóri eftir að Jón lést og til loka mars 1986. Stillandi fyrir blóð og niðurgang Snemma árs 1971 birti Vísir frásögn úr Ferðabók Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar , þar sem félagarnir lýstu misheppnaðri tilraun sinni árið 1753 til að brugga úr krækiberjum. Þótti þeim það súrt í broti, enda krækiberjalíkjörar flestra meina bót og „orkaði vel á niðurgang og blóð. Gantaðist blaðamaður Vísis með að bruggmeist- arar ÁTVR ættu að feta í fótspor höfunda Ferða- bókarinnar, þótt óvíst væri að viðskiptavinirnir kynnu að meta slíka veigar. Ekki er líklegt að greinarstúfnum sé fyrir að þakka, en þetta sama ár hóf ÁTVR framleiðslu á krækiberjalíkjör. Framleiðslan fór í hillur skömmu fyrir jólin 1971, án þess að vera auglýst sérstaklega. Magnið var á bilinu 2000 og 3000 hálfflöskur og hvarf það eins og dögg fyrir sólu á tveimur dögum. Bruggað var úr 800 kílóum af krækiberjum frá Þórði Þorsteinssyni á Sæbóli. Í ljósi hinna góðu undirtekta ákvað stofnunin að snarauka framleiðsluna fyrir jólin 1972. Til- kynnt var í lok ágústmánaðar að ÁTVR myndi kaupa krækiber af almenningi á öllum útsölu- stöðum sínum úti á landi, en í Reykjavík yrði tekið við berjum í verksmiðjunni að Draghálsi 2. Greiddar yrðu sextíu krónur fyrir kílóið af vel hreinsuðum og góðum berjum, en þó tekið fram að lágmarksinnlögn væri 30 kíló. Erfitt reyndist að fylgja eftir góðum við- tökum krækiberjalíkjörsins, þar sem erfitt var að afla hráefnis. Í slökum berjaárum buðust ÁTVR engin ber og var sú raunin drjúgan hluta áttunda áratugarins. Breyting varð á sumarið 1980 þegar berjaspretta var góð og krækiber með mesta móti. Tókst Áfengisversluninni að tryggja sér þrjú tonn af berjum til að gleðja víngæðinga. Ein- hverra hluta vegna höfðu vinsældir drykkjarins dvínað á þessum tíma, í það minnsta sat ÁTVR uppi með talsverðan lager af líkjörnum góða og seldust þær síðustu ekki fyrr en á árinu 1991. Vísir 12. febrúar 1971, bls. 6, Tíminn 22. ágúst 1972, bls. 20; Morgunblaðið 16. september 1980, bls. 2; Tíminn 5. september 1991, bls. 16. Jón Kjartansson (1917–1985), forstjóri ÁVR 1957–1961 og ÁTVR 1961–1985. Ragnar Jónsson (1915–1992), settur forstjóri ÁTVR 1985–1986. 212

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==