Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Stjórn þeirra Jóns og Ragnars á fyrirtækinu ein- kenndist af stöðugleika og varkárni. Fyrirtækið hélt sama svip fram á miðjan 9. áratuginn og umsvif þess jukust ekki ýkja mikið. Á hinn bóginn stóð ekki mik- ill styrr um ÁTVR miðað við umsvif fyrirtækisins í samfélaginu þar sem það stóð undir drjúgum hluta af tekjum ríkissjóðs um árabil. Þrátt fyrir að stjórnendur ÁTVR væru pólitískir áhrifamenn stóðu ekki miklar pólitískar deilur um fyrirtækið eða starfsemi þess. Að hluta til skipti kannski máli að þeir Jón og Ragnar voru fulltrúar tveggja stærstu flokka landsins sem voru á þeim tíma sinn á hvorum væng stjórnmálanna og áttu sjaldan samstarf í ríkisstjórn (á þessum tíma einungis 1974–1978 og frá 1983). Að því leyti ein- kenndist hin pólitíska yfirstjórn ÁTVR af sátt fremur en sundrungu. Lyfjaverslun ríkisins Lyfjaverslunin hafði nokkra sérstöðu meðal deilda ÁTVR og var þannig með skrifstofu á sama stað og yfirstjórn ÁTVR í Borgartúni 6 eftir að tengslin við iðnaðardeild Áfengisverzlunarinnar voru rofin. Frá og með 1. september 1957 hafði Lyfjaverslun ríkisins þó sérstakan forstjóra og var sá fyrsti ráðinn Kristinn Stefánsson, sem verið hafði lyfsölustjóri frá 1939. Við lát hans, árið 1967, var Erling Edwald ráðinn forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins. Með lögum nr. 63 frá 1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf var framleiðsla á lyfjum og verslun með lyf aðskilin frá öðrum rekstri Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríksins og stofnuð sérstök Lyfjaverslun ríkisins. Skyldu ÁTVR og Lyfjaverslun ríkisins hafa sameiginlegt skrifstofuhald, en aðskilinn fjárhag. 849 Svo varð þó ekki fyrr en árið 1986. Þá var rekstur lyfjadeildar endanlega aðskilinn frá ÁTVR og Lyfjaverslun ríksins varð til sem sjálfstæð stofnun, sem síðar var gerð að hlutafélagi og eignarhlutur ríksins seldur. Húsnæðismál Snemma kom upp sá vandi að húsnæðið semÁfengis- verzlun ríkisins hafði til umráða, Nýborg við Skúla- götu, reyndist ekki rúma starfsemi fyrirtækisins. Til að bregðast við því tók Áfengisverzlunin á leigu rými í húsi Rúgbrauðsgerðarinnar við Borgartún og einnig stóra geymslu í Mosfellssveit. Árið 1942 var stofn- aður byggingarsjóður ÁVR og árið 1948 var skipuð fjögurra manna byggingarnefnd og Gunnlaugur Hall- dórsson ráðinn arkítekt fyrirtækisins. 850 Kristinn Stefánsson (1903– 1967), lyfsölustjóri 1939– 1957, forstjóri Lyfjaversl- unar ríkisins 1957-1967. Erling Edwald (1921–2011), forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins 1967–1986. Ef Nýborg brynni Sigurður Jónsson, fyrrverandi slökkviliðsmað- ur, ritar lesendabréf í Morgunblaðið 7. sept- ember 1963 undir fyrirsögninni „Ef Nýborg brynni“ þar sem hann segir m.a.: „Í Reykjavík eru mörg hættuleg hús, en hættulegast af þeim öllum er vafalaust Nýborg, hús Áfengisverzlunar ríkisins á Skúlagötu 6. Nýborg er eins og kunnugt er, stórt, gamalt, grautfúið og bráðónýtt timburhús, en þar eru aðalstöðvar Áfengisverzlunar ríkisins. Nýborg er alltaf full af áfengi í kössumogflöskum, ámum og tunnum. Þar er brennivínið blandað, spír- itus geymdur o. s. frv. … Ef kviknaði í Nýborg yrði það vafalaust stærsta og hættulegasta bál, sem nokkru sinni hefur kviknað á Íslandi. … En svo vill til að Nýborg er umkringd af dýr- mætum byggingum. Þar er næst Útvarpið og Fiskideild Atv.deildar Háskólans, Birgðastöð Landsímans og svo Olíustöð B.P. og Timbur- verzl. Völundur í næsta nágrenni. … Eg skora á alla, sem þessi mál heyra undir, að bíða ekki eftir því, að Nýborg brenni og slys og vandræði hljótist af, heldur færa þessa starfsemi í hús úr steini og stáli og á sæmilega afvikinn stað.“ Morgunblaðið 7. september 1963, bls. 6. 213

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==