Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Norðurlöndunum hafa sama hátt á, má í því sambandi geta þess að Norska og Sænska einkasalan hafa báðar umboðsmann hér á landi vegna viðskipta sinna við Á.T.V.R. Við Finnsku einkasöluna hefur Á.T.V.R. engin viðskipti. 869 Samkvæmt lista frá 1983 var langöflugasta umboðssalan Rolf Johansen & Co. og var það einkum tóbak sem fór í gegnum þá umboðssölu. Af öðrum umboðssölum mætti nefna Glóbus h.f., Íslensk- ameríska verzlunarfélagið, G. Helgason & Melsted h.f., Karl K. Karlsson og Júlíus P. Guðjónsson. Samtals náðu þessir umboðssalar þó ekki sama söluverðmæti og Rolf Johansen, sem hafði umboð fyrir stærsta sölu- aðila tóbaks á Íslandi, R.J. Reynolds Tobacco Co. 870 Allar eldspýtur sem seldar voru á Íslandi fóru í gegn- um ÁTVR, en ekki urðu miklar deilur um þá verslun. Lengi vel var allur rekstrarhagnaður af ríkiseinka- sölum talinn með sköttum en ekki arðgreiðslum. Þetta gerði það að verkum að um hver áramót taldist ÁTVR stórskuldug við ríkissjóð. Þessu var ekki breytt fyrr en með lögum um ríkisbókhald nr. 84/1985 og var þá farið að áætla tekjur af ríkiseinkasölum í fjár- lögum og skila þeim sem sköttum í ríkissjóð. Þannig varð ÁTVR fjárhagslega sjálfstæðari. 871 Rekstrarhagnaður Áfengisverzlunarinnar var alla tíð mikilvægur hluti af heildartekjum ríkissjóðs. Hann var rúmlega 10% árið 1960, en lækkaði smám saman eftir það; var 8,3% um miðjan 7. áratuginn; 6,5% árið 1970 og 5,6% árið 1980. 872 Enda þótt meginreglan væri sú að allar rekstrartekjur af ÁTVR rynnu beint til ríkisins, voru á því undantekningar. Meðal félaga sem fengu reglulega styrki frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins voru Landgræðslusjóður, Krabbameinsfélag Íslands, Slysavarnafélag Íslands, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, og Íþróttasamband Íslands. 873 Þessir styrk- ir voru ein leið hins opinbera til að styrkja þessi félög fremur en liður í einhvers konar kynningarstarfsemi hjá ÁTVR, enda var það ekki markmið fyrirtækisins að auglýsa sig eða starfsemi sína. Yfirlit Með sameiningu Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbaks­ einkasölu ríkisins varð til stöndugt fyrirtæki, senni- legra enn stöndugra en þau sem fyrir voru, fyrirtæki sem skipti miklu máli fyrir afkomu ríkissjóðs. Þetta fjárhagslega mikilvægi stofnunarinnar er kannski ein ástæða þess að yfirstjórn þess var pólitísk, en einnig má telja að ætlunin hafi verið að pólitísk sátt yrði um fyrirtækið. Sala á áfengi og tóbaki var umdeild starf- semi og mikilvægt þótti að sátt gæti orðið um fram- kvæmdina. Yfirleitt sigldi ÁTVR lygnan sjó miðað við önnur stórfyrirtæki þótt álitamál væru jafnan einhver. Hart var sótt að starfsmönnum fyrirtækisins þegar kom að framkvæmd áfengislaga, þótt þeim væri nokkur vandi á höndum í því efni. Viðskipti ríkiseinkasölunnar við umboðsmenn þekktra áfengis- og tóbakstegunda gátu líka orðið ásteytingarsteinn og valdið deilum í samfélaginu. Á hinn bóginn var engin alvarleg atlaga gerð að rekstrarformi ÁTVR fram á 9. áratuginn. Stærsta formbreytingin var að tengslin við Lyfjaverzlun Íslands voru rofin en það gerðist þó ekki endanlega fyrr en 1986. Forstjóri ÁTVR, Jón Kjartansson í skrifstofu sinni að Borgartúni 7. 220

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==