Engin venjuleg verslun - Annar hluti

15. Hertar tóbaksvarnir Fram til um 1970 voru lög um sölu og meðferð tóbaks að flestu leyti frjálslegri en áfengislögin. Árin 1969– 1971 varð hins grundvallarbreyting á þessu þegar sett voru lög um tóbaksvarnir með hörðum ákvæðum um upplýsingagjöf um skaðsemi reykinga. Þar má einkum nefna lög um viðvaranir á sígarettupökkum en einnig lög um bann við tóbaksauglýsingum og þingsályktun um tóbaksvarnir. Segja má að viðhorfsbreyting hafi orðið á þessum tíma því að framvegis urðu tóbaksvarnir sífellt mikil- vægara forgangsverkefni á meðan breytingar á áfeng- islögum gengu yfirleitt í gagnstæða átt, að draga úr hömlum á meðferð og dreifingu þess. Þessi viðhorfs- breyting hafði ekki mikil áhrif á neyslumynstur fyrst í stað. Þvert á móti var tóbaksneysla í hámarki meðal Íslendinga í kringum 1970 og var áfram mikil næstu áratugina. Lög um viðvaranir sett á Alþingi Í umræðum um lögleiðingu á bjór árið 1966 benti einn flutningsmanna, Björn Pálsson þingmaður Norðurlands vestra, á þversögnina í því að banna sölu bjórs en leyfa sölu á sígarettum: Það er í raun og veru fyrir neðan allar hellur, að ríkið skuli selja vindlinga, sem er viður- kennt að séu heilsuspillandi. Ég skal ekki full- yrða, hvort krabbamein myndast vegna þess, en ég veit, að sígarettureykingar eru slappandi fyrir manninn. Við vitum það líka, að það flýtir ekki fyrir mönnum á vinnustöðum að vera síreykjandi. 874 Á Alþingi 1968–1969 kom fram tillaga til þings- ályktunar um varnir gegn sígarettureykingum þar sem m.a. var lagt til að viðvörunarmerki um heilsu- spillandi áhrif sígarettureykinga skyldu límd á hvern sígarettupakka. 875 Hún kom ekki til afgreiðslu, en afdrifaríkari varð breytingartillaga sem var sam- þykkt við lög um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf (nr. 63 frá 28. maí 1969) um að umbúðir um vindlinga skyldu merktar á áberandi hátt með áletr- uninni: „VIÐVÖRUN. VINDLINGAREYKINGAR GETA VALDIÐ KRABBAMEINI Í LUNGUM OG HJARTA-SJÚKDÓMUM“. Ein forsendan fyrir þess- ari tillögu var sú, að sögn Pétur Benediktssonar (Sjálf- stæðisflokki), fyrsta flutningsmanns tillögunnar, Camelsígarettur auglýstar í Morgunblaðinu 16.10.1966. 221

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==