Engin venjuleg verslun - Annar hluti

að nú leikur enginn vafi á því lengur læknis- fræðilega, að sígarettur eru meðal þeirra nagla, sem flestir af ungum mönnum og konum hér á landi og annars staðar eru daglega að reka í lík- kistu sína, og að þær erumeðal helztu orsakanna til tveggja af hinum óskaplegustu sjúkdómum, sem nú herja í þessu landi, krabbameins, eink- um í lungum og einnig ýmissa hjartasjúkdóma og raunar fleiri sjúkdóma, ef vel væri leitað. 876 Fram kom að viðvörunin væri í sama anda og nú ætti sér þegar stað í Bandaríkjunum, en þó ívið harðar að orði komist. Var þessi tillaga samþykkt samhljóða og varð hún að lögum. 877 Frá og með þessum tíma var því skylt að hafa sérstakar viðvörunarmerkingar á umbúðum tóbaks. Ekki voru allir sammála þessari nýju forgangsröð- un í vímuvörnum. Ólafur Jóhannesson (Framsóknar­ flokki) hélt því fram að ekki væri síðri ástæða til að setja viðvörunarmerki á áfengisflöskur: Nú hef ég satt að segja verið þeirrar skoðunar, að þó að tóbak sé skaðlegt og tóbaksnotkun slæm, þá muni nú áfengisnautnin vera tals- vert viðsjárverðari og talsvert meiri skaðsemi nú stafa af henni. Ég býst við því, að ef allt væri saman talið, allir þeir sjúkdómar, allt það vinnutap, öll þau slys, öll þau sjálfsmorð og annað, sem leiðir af áfengisnautn, þá mundi nú fara meira fyrir því, heldur en skaðsemi tóbaks- nautnarinnar, þó að slæm sé. Þess vegna er ég satt að segja dálítið hissa á þessum áhugasömu mönnum, að þeir skuli ekki finna hvöt hjá sér til þess að koma með hliðstæðar till(ögur) varðandi áfengið. 878 Ólafur var þó sammála öðrum alþingismönnum um að það væri þörf á áróðri gegn sígarettureykingum og sjálf- sagt almennri tóbaksnotkun líka, og ég tel það eðlilegt að Tóbaksverzlun ríkisins, sem hefur tekið að sér að verzla með þessa vöru, sem fallin er til þess að hafa skaðleg áhrif með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst, sé skylduð til þess að verja nokkru af hagnaði sínum til þess að reyna að eyða eða draga úr þeim skaðlegu verkunum, sem þessi vara hefur. 879 Hér hafði verið sleginn nýr tónn í forvörnum. Bar- átta gegn tóbaksnotkun fór heldur harðnandi næstu ár og áratugi á meðan slaknaði á andstöðunni við áfengissölu. Á hinn bóginn var sú stefna mörkuð að ÁTVR ætti að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu. Á Alþingi 1970–1971 kom fram tillaga um að fella niður viðvörunarmerkingar en láta þess í stað ÁTVR verja 2% af brúttósölu til greiðslu auglýsingar þar sem varað væri við tóbaksreykingum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Jón Kjartansson, for- stjóri ÁTVR, sem þá átti sæti á Alþingi. Í greinar- gerð kom m.a. fram að „[í] samtölum við vindlinga- kaupendur hefur upplýstst, að fjöldi þeirra les ekki viðvörunarorðin, rífur merkimiðann án þess, og vel meint ábending kemur ekki að tilætluðum notum.“ 880 Í umræðum um tillöguna sagði Jón Kjartansson m.a.: Maður sér það við yfirlestur á ræðum manna, sem fluttu þetta mál á sínum tíma, eða á árinu 1969, að þeir trúðu því, að þetta mundi verða til þess að vindlingasala og vindlinganotkun Fjögurra og fimm ára strákar að fikta við reyk- ingar, um 1970. 222

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==