Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur gekkst fyrir því að heiðra skólabekki þar sem enginn nem- endanna reykti og miðaðist átakið við 6. til 9. bekk grunnskólastigs. 890 Þá gekkst félagið fyrir ritgerða- samkeppni í grunnskólum þar sem efnið var skað- semi reykinga. Reykingavarnanefnd gekkst einnig fyrir margs konar fræðslustarfi, m.a. sjónvarpsþátt- um um reykingar og námskeiðum fyrir fólk sem vildi hætta að reykja. 891 Yfirlit Fram til um 1970 giltu mun frjálslegri reglur um sölu og neyslu á tóbaki á Íslandi, en um sölu og neyslu áfengis. Á skömmum tíma breyttist sú staða verulega. Lög um tóbaksvarnir voru hert og skipti þar mestu máli að settar voru viðvaranir á umbúðir um tóbak. Skapaði það vissulega óþægindi fyrir framleiðendur og söluaðila, en eigi að síður tókst að framfylgja þess- ari stefnu. Dreifing á tóbaki var jafnan ólík sölu á áfengi þar sem hún átti sér stað í almennum verslunum. Viðskipti ÁTVR voru einkum við bandaríska fram- leiðendur en innlendir umboðsmenn þeirra gátu hagnast vel á þeim viðskiptum. Var það fyrirkomu- lag umdeilt, en réðst ekki af stefnumörkun af hálfu ÁTVR heldur samskiptum umboðsmanna við hin erlendu fyrirtæki. 227

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==