Engin venjuleg verslun - Annar hluti

16. Breytt neyslumenning, 1960–1980 Á 7. og 8. áratugnum var töluvert rætt um ástand áfengismála á Íslandi og þótti tíðarandinn ekki góður. Áfengisneysla fór vaxandi á Íslandi þrátt fyrir að ytri umgjörð og lagarammi breyttust tiltölulega lítið. Neyslumynstrið skiptir einnig máli. Á 7. ára- tugnum var 90% af áfengisneyslu Íslendinga sterkt áfengi, en það hlutfall fór lækkandi á 8. áratugnum. Landsmenn drukku upp til hópa til þess að finna á sér áfengisáhrif. Drykkjan var mjög sýnileg, ekki síst hjá þeim hópum sem höfðu ekki greiðan aðgang að vínveitingahúsum, s.s. sjómönnum. Eigi að síður var áfengisneysla ennþá mun minni á Íslandi en í flestum nágrannalöndunum. Staða áfengismála á 7. áratugnum Árið 1964 var endurskoðun áfengislaga aftur komin á dagskrá. Nokkrir þingmenn höfðu lagt fram til- lögur um að leyfa bruggun áfengs öls í landinu. Aðrir höfðu á hinn bóginn meiri áhyggjur af „áfengis- vandamálinu“ og þá einkum meðferð ungmenna á víni. Árið 1964 var kosinn nefnd sjö alþingismanna „til að rannsaka svo sem verða má ástandið í áfengis- málum þjóðarinnar og eðli og orsakir þessa mikla vandamáls“. Skilaði hún ítarlegu áliti ári síðar og var markmiðið „að fá viðhlítandi heildarmynd af ástandi áfengismálanna á Íslandi um þessar mundir“. 892 Niðurstöður áfengismálanefndar voru að áfengis- neysla á mann færi vaxandi og væri komin upp í svipað magn og hefði verið 1946–1947, þegar hún náði hámarki. Á hinn bóginn væri hún minni en annars staðar á Norðurlöndum. 893 Neysla á mann árið 1964 var 1,97 lítri af hreinum vínanda en hafði verið 1,47 lítar árið 1954. 894 Áfengisneysla á Íslandi var því orðin söm að umfangi og verið hafði fyrir aldamót, en meðalneysla áranna 1896–1900 var 1,93 lítri. 895 Áfengismálanefnd reyndi að rýna í orsakir áfeng- isneyslu landsmanna og taldi einsýnt að Íslendingum væri „gjarnt til vínnautnar á samkomum og í sam- kvæmum“ og það væri „næstum sjálfsagður hlutur hjá fjölda manna að finna vel á sér áfengisáhrif “ ef þeir færu út að skemmta sér, og væri þá beitt ýmsum ráðum. Þá voru nefndarmenn þeirrar skoðunar að áfengisneysla í einkasamkvæmum og opinberum veislum væri „áreiðanlega mjög algeng hér á landi og oft drukkið lengi og fast, þótt ekki dragi til stórtíðinda að jafnaði, og getur þó út af því brugðið.“ Auk þess mætti glögglega greina þess merki í „cocktail“-veislum að hluti gestanna „drekkur þá meira en kurteisi býður og situr lengur en siðareglur slíkra samkvæma gera ráð fyrir, og þarf ekki ofdrykkjumenn til.“ Það var álit nefndarmanna að misnotkun áfengis nærðist „að miklu leyti á almenningsálitinu, tíðarandanum, t.d. spilltum samkvæmissiðum“. 896 Nefndin skipti byggðarlögum í þrjá flokka eftir Áfengisneysla í lítrum af hreinum vínanda á mann á Norðurlöndum 1964 Danmörk ���������������������������������������������4,99 Finnland�����������������������������������������������2,21 Ísland ���������������������������������������������������1,97 Noregur �����������������������������������������������2,65 Svíþjóð �������������������������������������������������4,27 228

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==