Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

24. Áfengiseinkasala í byrjun 21. aldarinnar Vörumerki og ímynd Á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar breytt- ist ÁTVR úr „hefðbundnu opinberu fyrirtæki í fram- sækið þjónustufyrirtæki“ eins og matsnefnd íslensku gæðaverðlaunanna 2004 komst að orði. 1166 Breytta ímynd mátti sjá á forsíðum ársreikninga og árs- skýrslna. Á forsíðum ársreikninganna fyrir árin 1992 og 1997 voru myndir af íslenskri brennivínsflösku, en myndskreytingar voru með öllu alþjóðlegri blæ í nýrri ársskýrslum. Tími hinnar þjóðlegu ímyndar var liðinn og ársskýrslurnar 2000–2006 voru prýddar myndum af vínþrúgum og vínflöskum sem gætu prýtt vínblöð hvar sem er í heiminum. Fyrirtæki reyna gjarnan að koma sér upp góðu vörumerki og halda tryggð við það. Árið 1994 tók ÁTVR upp nýtt merki sem var hluti af listaverki sem prýðir anddyri höfuðstöðva ÁTVR að Stuðlahálsi og er eftir Gest Þorgrímsson og Rúnu Guðjónsdóttur. Í bréfi til ÁTVR gerði formaður Félags íslenskra teiknara athugasemdir við val á nýju merki ÁTVR, sem hann hafði fyrst séð í nýrri áfengisútsölu í Hafn- arfirði. Hann lýsti furðu sinn á því hvernig opinbert fyrirtæki stæði að vali á nýju merki fyrir stofnunina. Þá benti hann á að félagið stæði með mörgum aðilum að samkeppni um merki og að innan félagsins væru um 180 grafískir hönnuðir sem margir hverjir væru sérhæfðir í hönnun merkja og fyrirtækjaímynda. Í bréfinu segir m.a: „Ekki veit ég hvort nokkur maður hefði hreyft við þessu ef ekki hefði komið til sú lausn sem varð á nýju merki ÁTVR. Í auglýsingu um hinn nýja miðbæ í Hafnarfirði, þar sem það birtist mér sem fugl á flugi í birtu grænnar og bláar sólar, er ekkert sem staðsetur það við þá stofnum sem því er þó ætlað að kynna. Hefði mér ekki verð bent á að þetta væri hið nýja merki ÁTVR hefði ég ályktað að það væri fyrir ferðaskrifstofu, sem hefði opnað útibú í hinum nýja miðbæ Hafnarfjarðar. Ekki gæti ég getið mér til um nafn þeirrar ferðaskrifstofu, frekar en að þetta væri hið nýja merki ÁTVR“. 1167 Höskuldur svarar þessari gagnrýni þannig að í anddyri húss ÁTVR við Stuðlaháls sé verk eftir Gest og Rúnu sem beri nafnið Spirituosa. ÁTVR hafi sam- þykki listamannanna fyrir því að nýta þetta verk eða hluta þess við ýmis tækifæri, m.a. við gerð ársreikn- ings fyrir árið 1993. Þá hafi þessi umgjörð verið fest á bréfsefni. Verk Gests og Rúnu sýni flug andanna og megi vel tengja ferð þeirra því ástandi, sem oft fylgir hóflegri neyslu þeirrar vöru, sem ÁTVR selur, segir í svarbréfi Höskuldar. 1168 „Flug andanna“ var þó aðeins notað sem vöru- merki ÁTVR í nokkur ár og árið 2000 var því skipt út fyrir annað merki, vínberjaklasa, sem var í samræmi við þá miklu áherslu sem stjórn ÁTVR lagði á sölu á léttu víni. Eins og segir í ársskýrslu ÁTVR 2002 undir liðnum um ímynd fyrirtækisins: „Að byggja upp ímynd sem endurspeglar framsækið og aðlaðandi þjónustufyrirtæki með áherslu á sölu á léttu víni.“ 1169 Árið 2008 var enn kynnt nýtt vörumerki Vínbúð- anna. Nýja merkið samanstendur af þremur mis- stórum rauðum punktum, sem vísa til gamla merkis- ins og mynda V – fyrir vínbúð. Rauði liturinn hefur verið litur Vínbúðanna í mörg ár. Nýja merkið á að endurspegla það sem Vínbúðirnar standa fyrir í upp- hafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar: lipurð, þekkingu og ábyrgð. 1170 Segja má að hugtökin nái vel að lýsa Útlit ársreikninga og árs- skýrslna endurspeglar breytta ímynd ÁTVR. Á forsíðumynd ársreiknings- ins 1992 er karl að drekka kaffi og brennivínsflaska stendur á borðinu, en það var síðasta árið sem ÁTVR framleiddi íslenskt brenni- vín. Forsíða ársskýrslu 2012 sýnir að það ár varð ÁTVR 90 ára en hefur enga skír- skotun til starfseminnar. 347

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==