Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

þeim þáttum sem fyrirtækið hefur lagt áherslu á frá aldamótunum 2000. Þjónustuhlutverkið hefur orðið víðtækara, þekking starfsfólks og viðskiptavina á vör- unum aukist og samfélagsleg ábyrgð eflst. Þjónustuhlutverkið eflt Þeirri verslun er vandi á höndum sem ekki má auglýsa vörurnar sem hún hefur á boðstólum. Það auðveldar þó málið að vínbúðirnar eiga ekki í samkeppni við aðrar verslanir. Þótt ÁTVR sé bannað auglýsa vörur sínar hefur fyrirtækið ýmis úrræði til að kynna þær og bæta þjónustu við viðskiptavini. Töluvert svigrúm gafst til að hækka þjónustustigið með því að bæta þekkingu starfsfólks vínbúðanna, auka upplýsinga- gjöf til viðskiptavina, koma á vefverslun og hafa meiri breidd í vöruvali. Fleiri vínbúðir voru opnaðar á stöðum þar sem engin áfengissala hafði verið. Vínbúðum á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði aðeins um tvær frá 2005 til 2010 en þjónustan var bætt með því að lengja afgreiðslu- tíma vínbúðanna smám saman. Í árslok 2010 var meðalafgreiðslutími á viku kominn í 43 stundir og lengsti afgreiðslutími var 62 stundir. 1171 Á sama tíma var algengasti afgreiðslutími hjá áfengiseinkasölunum í Noregi og Svíþjóð 45-46 stundir. Aðeins í Finnlandi var afgreiðslutíminn lengri, 64 stundir, en færeysku vínbúðirnar hafa verulega skemmri meðalafgreiðslu- tíma, 29,5 klukkustundir á viku. Mikil áhersla var lögð á að samræma útlit allra verslana ÁTVR þannig að ljóst væri að þær tilheyra allar sömu keðju. Framhlið verslananna var gerð sem líkust, litaval var eins í þeim öllum og nýjar viðarinn- réttingar voru settar upp. Vöruframsetning og merk- ingar í vínbúðunum voru líka samræmdar. Starfsfólk fékk einkennisföt sem voru í samræmi við litaval í vínbúðunum. Allt var þetta gert til að mynda góðan heildarsvip. Sú stefna að auka fræðslu um vín beindist annars vegar að starfsfólkinu og hins vegar að viðskipta- vinunum. Öll fyrirtæki vilja efla þekkingu starfs- fólks síns, en það er ekki sjálfgefið að þau vilji auka þekkingu viðskiptavina sinna á vörunum sem eru á boðstólum. Á árinu 2006 gekk ÁTVR svo langt í slíkri fræðslustarfsemi að halda vínsmökkunarnám- skeið fyrir almenning í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. 1172 Ekki varð þó framhald á þessu námskeiðshaldi. Árið 2003 hóf ÁTVR útgáfu Vínblaðsins sem síðan ÁTVR hefur gefið út Vínblaðið síðan árið 2003. Þar er að finna vöru- og verðskrár, heimilisföng og afgreiðslutíma vínbúða auk fróðleiks um vín og mat. Listaverkið Spirituosa eftir Gest Þorgrímsson og Rúnu Guðjónsdóttur prýðir anddyri skrifstofubyggingar ÁTVR að Stuðlahálsi 2. 348

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==