Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Eftir þessa umsögn var haldið áfram að vinna að stefnumótunarferli og bæta rekstur. Vinbud.is hlaut svo verðlaun sem besti fyrirtækjavefurinn árið 2004. 1183 Stefnumótunarvinnan skilaði sér í því að árið 2004 var ÁTVR valin fyrirmyndarstofnun ríkis- ins. Fyrirtækið fékk hrós fyrir að hafa gerbreytt ímynd sinni með markvissum aðgerðum og að markmiðum og mælikvörðum sé fylgt eftir og sífellt leitast við að bæta þjónustu og gera starfsemina skil- virkari. Sama ár fékk ÁTVR Íslensku gæðaverðlaunin. Í álitsgerð með niðurstöðunni segja matsmennirnir svo frá væntingum sínum: 1184 Væntingar okkar til ÁTVR fyrir heimsóknina voru að þetta fyrirtæki bæri keim af hefð- bundnu opinberu fyrirtæki en upplifum mats- manna í heimsókninni var með þeim hætti að um framsækið þjónustufyrirtæki væri að ræða. ÁTVR er fyrirtæki sem sinnir sínu þjónustu- hlutverki af slíkri elju og þrautseigju og með tilheyrandi árangri að hin bestu þjónustufyrir- tæki á landinu mættu vera stolt af. Gildi einu hvort um fyrirtæki í einkarekstri eða opin- berum rekstri væri að ræða. – – – Mikið kapp er lagt á öfluga stjórnun aðfanga, stýringu á birgjum og samstarfi við þá, nýj- ungar í starfsemi eru prófaðar svo og nýjustu stjórnunaraðferðir. Mikil áhersla hefur verið lögð á markvissa starfsmannastjórnun, endur- gjöf til starfsmanna, umbun ásamt fræðslu og þjálfun þeirra og þægilegt starfsumhverfi. Með verðlaununum og lofsamlegum umsögnum fengu stjórnendur og starfsfólk viðurkenningu fyrir störf sín sem var gott vegarnesti inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Lofið er þó ekki alveg í samræmi við starfsmannakannanir sem ÁTVR fór nú að gera reglulega. Starfsmannakönnun var fyrst gerð hjá ÁTVR árið 2003 og var markmiðið að kanna viðhorf starfsmanna til fyrirtækisins. 1185 Allir fastráðnir starfsmenn fengu sendan spurningalista og svör bárust frá 70% þeirra. Spurt var um líðan í starfi, starfsanda, aðstöðu, sam- skipti við yfirmenn og samstarfsmenn, ánægju með vinnustaðinn, tækifæri til að þroskast í starfi, upplýs- ingastreymi, símenntun, virðingu, kjör og möguleika á starfsframa. Um 80% starfsmanna voru ánægðir með vinnustaðinn og töldu starfsanda og starfsað- stöðu góð og samskipti við yfirmenn og samstarfs- menn sömuleiðis. Helmingur starfsmanna taldi sig fá nægar upplýsingar um það sem er að gerast í fyrir- tækinu, hafa tækifæri til að þroskast í starfi og fá næga símenntun. Sams konar kannanir voru gerðar næstu ár og ánægja starfsfólks með fyrirtækið í heild varð meiri. 1186 Starfsfólkið var einkum ánægðara en áður með þau tækifæri sem gáfust í fyrirtækinu til að læra og þróast í starfi, afla sér símenntunar og fá hrós fyrir vel unnin störf. Vaxandi fræðslustarfsemi ÁTVR átti því mikinn hljómgrunn hjá starfsfólkinu. Starfsfólk ÁTVR tók þátt í vinnumarkaðskönn- unum Starfsmannafélags ríkisstofnana og Versl- ÁTVR var valin ríkis- stofnun til fyrirmyndar árið 2004 og sama ár fékk ÁTVR íslensku gæðaverðlaunin. 353

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==