Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

unarmannafélags Reykjavíkur sem náði til um 30.000 starfsmanna, bæði hjá opinberum stofnunum og hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði. 1187 Mark- miðið var að kanna vinnuskilyrði og velja stofnun ársins. Frá árinu 2006 til 2007 lækkaði heildar- einkunn ÁTVR úr 3,80 í 3,65 stig af 5 mögulegum. Liðirnir sjálfstæði í starfi og vinnuskilyrði hækkuðu stigagjöf á milli ára en starfsandi, stolt af stofnun og trúverðugleiki stjórnenda lækkaði og óánægja með launakjör mældist meiri. Óánægju starfsfólks með laun sín má eflaust rekja til þess að laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu mikið á þessum árum. Sam- anburður á launum ríkisstarfsmanna og verslunar- manna hjá einkafyrirtækjum var því starfsfólki ÁTVR mjög óhagstæður. Námskeið og kynningar fyrir starfsfólk urðu æ ríkari þáttur í starfsemi ÁTVR. Allt frá því Vínskóli vínbúða hóf starfsemi sína 26. nóv. 2004 hafa nám- skeið í vínfræði og smökkun verið haldin fyrir alla starfsmenn hjá ÁTVR, þótt námskeiðin væru sniðin að þörfum afgreiðslufólks í vínbúðunum. Farið var að gera þær kröfur til afgreiðslufólksins að það geti ráð- lagt viðskiptavinunum hvaða vín fari best með lamba- steikinni eða öðrum réttum. Þótt afgreiðslufólkið í vínbúðunum sé fyrst og fremst að selja vörur þarf það líka að kunna að neita unglingum um afgreiðslu. Starfsfólki í vínbúðunum hefur því verið gert skylt að sækja námskeið í skilríkjaeftirliti í vínbúðunum. Á slíku námskeiði kenndi t.d lögregluþjónn frá Lög- regluskóla ríkisins. 1188 Önnur fræðslustarfsemi eins og starfsmannastjórnun og stjórnendaþjálfun hefur líka verið í boði hjá ÁTVR. Tilraunir til einkavæðingar Þótt ljóst væri að áfengiseinkasalan væri ekki andstæð EES-samningnum sem tók gildi 1995, var framtíð hennar engan vegin tryggð. Á hverju löggjafarþingi (131.–136.) á árunum 2004–2008 var lagt fram frum- varp um að einkasala ÁTVR með annað áfengi en sterkt áfengi með meiri vínandastyrk en 22%, yrði lögð niður. Flutningsmenn voru Guðlaugur Þór Þórð- arson, Ágúst Ólafur Ágústsson og Birgir Ármannsson og níu aðrir þingmenn. Eftir að Guðlaugur Þór varð heilbrigðisráðherra var hann ekki lengur flutnings- maður frumvarpsins en studdi það.Málið komst lengst haustið 2006 þegar það var tekið til fyrstu umræðu og vísað til allsherjarnefndar. Nefndin lagði til að frum- varpið yrði samþykkt en tveir nefndarmanna, Guðjón Ólafur Jónsson og Kjartan Ólafsson, skrifuðu undir með fyrirvara. Kjartan vildi ganga lengra en frum- varpið og afnema einkasölu á allri áfengissölu. Málið kom aldrei til afgreiðslu og dagaði uppi. Rökin fyrir afnámi einkasölunnar voru þau að á undanförnum árum hefði hið opinbera dregið sig út úr atvinnurekstri þar sem talið var að einstaklingar eða fyrirtæki gætu stundað sömu starfsemi betur eða í það minnsta ekki verr. 1189 Í greinargerð með frum- varpinu er vísað til samstarfsverslananna og góða reynslu af þeim. Þá er bent á að staðsetning vínbúða mismuni verslunarmiðstöðvum og byggðarlögum. Fullyrt er að einkaaðilar myndu reka verslanirnar á hagkvæmari hátt og að fjármunir sem bundnir eru í eignum og eigin fé myndu nýtast ríkissjóði vel. Lagt var til að leyfi til áfengisveitinga yrðu hjá sveitarstjórn­ um og þá yrði ekki um að ræða „eins sterkt skömmt- unarvald á þessari þjónustu af hendi hins opinbera og nú er.“ Engin rök eru færð fyrir því fyrirkomulagi sem lagt var til, að ríkið héldi áfram að selja sterkt áfengi í smásölu. Í umsögn ÁTVR til allsherjarnefndar Alþingis var bent á að fyrirtækið myndi mjög líklega hætta sölu á áfengi undir 22% af áfengisinnihaldi ef frumvarpið yrði samþykkt, þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir áfram- haldandi sölu í frumvarpinu. 1190 Hún myndi þýða að ríkisrekin verslun væri í samkeppni við einkaaðila og rekstrarforsendur því hæpnar. Ennfremur var talið útilokað að halda uppi sama þjónustustigi hvað varðar fjölda verslana og afgreiðslutíma ef eingöngu ætti að selja sterkt áfengi. Ef frumvarpið yrði sam- þykkt myndi verulegur kostnaður falla á ÁTVR vegna leigusamninga sem væru gerðir fram í tímann. Þá var í umsögninni reynt að leiðrétta þann misskilning sem kom fram í greinargerð með frumvarpinu, að 354

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==