Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

manna. Samþykkt var að veita slíkar undanþágur árið 1913, ekki síst vegna eindreginna óska Frakka. Afdrifaríkari var þó sú breyting þegar rauðvín, sérrí, portvín koníak og fleira var sett á lyfjaskrá (1915). Áfengi mátti því áfram flytja inn til landsins sem lyf og sem efni til iðnaðar eða annarrar atvinnustarfsemi. Innflytendur sáu um að panta það sem þá vanhagaði um en allt varð að fara um hendur umsjónarmanns áfengiskaupa. Samhliða voru settar reglur um hverjir mættu kaupa áfengi og komið á skráningu vegna áfengiskaupa, bæði til atvinnustarfsemi og lækninga. Sú skráning var þó lengi ómarkviss og reglur túlkaðar frjálslega. Það leiddi til þess að flestir sem vildu gátu náð í áfengi áfram þó að úrvalið væri ekki mikið. Margir læknar gáfu út lyfseðla fyrir áfengi, sumir í stórum stíl, og fyrstu bannárin voru litlar hömlur settar á innflutning áfengis til atvinnustarfsemi. Lík- legt er að stór hluti þess áfengis hafi verið drukkinn og við ákveðin tækifæri var neyslan vel sýnileg og ofdrykkja karla var vel þekkt. Tímabilið 1922–1934 Áfengisverzlun ríkisins var stofnuð árið 1922 til þess að hafa umsjón með innflutningi á áfengi til atvinnustarfsemi og lyfjagerðar, þar sem reynslan af fyrirkomulagi þessara mála þótti ekki góð. Reynsla af rekstri Landsverslunar á árum fyrri heimstyrjaldar- innar hafði sýnt að vel mátti reka slík fyrirtæki með góðum árangri. Áfengisverzlunin tók jafnframt að sér sölu á „Spánarvínunum“ þegar undanþága var veitt frá bannlögunum til þess að flytja inn slík vín árið 1922. Það var gert eftir mikinn þrýsting frá spænsku ríkisstjórninni en hún og fleiri lönd í Suður-Evrópu beittu sér mjög gegn áfengisbanni nokkurra ríkja nyrst í Evrópu, ekki síst í Noregi. Þegar Áfengisverzlunin var stofnuð árið 1922 var ákveðið að útibú yrðu í Reykjavík og öllum kaupstöð- um landsins, sem voru sex að tölu. Útibússtjórar tóku að sér söluna gegn ákveðinni hlutdeild í sölutekjum og reksturinn var á þeirra vegum. Einnig var ákveðið að heimilt skyldi að veita vín á veitingastöðum, en sú heimild náði þó aðeins til fjögurra kaupstaða. Í fyrstu var þessi heimild einungis nýtt í Reykjavík og þar var yfirleitt bara einn staður sem mátti veita áfengi. Takmarkanir voru á því hversu mikið magn áfengis mátti selja hverjum og einum, og bar starfs- mönnun útsalanna að fylgjast með því að þeim reglum væri hlýtt. Það var gert með því að færa hverja sölu í vínsölubók við nafn kaupanda. Eftirlitið var því ekki ólíkt reglum sænska Bratt-kerfisins 1206 . Skriffinnska varð því mikil: Gefa þurfti dóms- og kirkjumálaráðuneytinu skýrslur um sölu, fá skýrslur frá lyfjaverslunum, setja saman skýrslur um sölu á áfengi til atvinnustarfsemi og gefa áfengisvarna- nefndum (eftir miðjan fjórða áratuginn) skýrslur um þá sem keyptu áfengi. Áfengisútsölurnar voru yfirleitt engir auðfúsugest- ir þegar þær voru settar á stofn, þó að ýmsir hafi líka fagnað þeim. Sérstaklega var hörð andstaða við þær utan Reykjavíkur. Víða var reynt að fá þeim lokað eða að minnsta kosti að takmarka starfsemi þeirra eins og unnt var. Er leið á þriðja áratuginn og fram eftir þeim fjórða var sífellt verið að herða reglur um það hverjir mættu kaupa spíritus og takmarka heimildir lækna og lyfja- verslana. Samhliða var eftirlit aukið. Gerðar voru ítarlegar úttektir á þessum málum á vegum sérstaks embættis og niðurstöður birtar opinberlega. Þrátt fyrir aukið eftirlit jókst ólögleg starfsemi mjög í kjöl- far bannsins. Smygl varð vaxandi vandamál og víða var bruggað. Þá varð sprúttsala einnig algeng. Áfengisbann var afnumið í nágrannalöndum Íslands á þriðja áratugnum og öndverðum fjórða áratugnum. Rætt var um að stíga einnig þetta skref á Íslandi en ákveðið að vísa ákvörðun um áframhald- andi bann eða afnám þess til þjóðarinnar. Það var gert í atkvæðagreiðslu árið 1933 og var meirihluti kjósenda – og nú höfðu konur fengið kosningarétt – þeirrar skoðunar að afnema ætti bannið. Ný áfengis- lög voru svo samþykkt árið 1934 og sala heimiluð á sterku áfengi í ársbyrjun 1935. 367

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==