Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Áfengisbanninu aflétt: 1935–1988 Lögleiðing áfengis á fjórða áratugnum var áfall fyrir þá sem stutt höfðu áfengisbann og voru ánægðir með árangurinn af þeirri stefnu. Krafan um áfengis- bann náði hins vegar ekki lengur til landsins í heild. Meirihluti Reykvíkinga vildi ekki áfengisbann og vægi Reykjavíkur innan samfélagins fór ört vaxandi á þessum tíma og stefna í áfengismálum varð að taka mið af því. Með því að innleiða héraðabönn í áfengis- löggjöfina opnaðist möguleiki á að víkja frá niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á landsbyggðinni. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út 1939 hafði það áhrif á siglingar til Íslands. Aðflutningar til lands- ins voru í uppnámi og fljótlega var talið nauðsynlegt að grípa til einhverra ráðstafana. Tekin var upp skömmt- un á matvælum og frá 1940 til 1944 var áfengi líka skammtað. Einstaklingum sem orðnir voru 21 árs og eldri var skylt að sækja um áfengisbók til lögreglustjóra og skyldi skrá yfir handhafa slíkra bóka vera í vörslu lögreglustjóra og Áfengisverzlunar ríkisins. Fyrir- komulagið var svipað og gilti í Svíþjóð, konur fengu helmingi minni skammt en karlar. Gjaldeyrisskortur var á árunum eftir stríð og allar innfluttar vörur, þar með talið áfengi, voru skammtaðar allt til 1953. Ekki var talið stætt á því að meina erlendum her- mönnum sem hingað voru sendir á stríðsárunum aðgang að bjór. Í stað þess að ríkisstjórnin leyfði inn- flutning á erlendum bjór voru sett bráðabirgðalög sem heimiluðu tilbúnings bjórs handa breska setu- liðinu. Þessi lög voru í gildi til 1951 en þá tóku við önnur lög sem heimiluðu bruggun áfengs öls fyrir bandaríska varnarliðið. Farmenn og fiskimenn höfðu leyfi til að flytja inn tiltekið magn af bjór. Þessi undan- þága var síðar einnig látin ná til áhafna flugvéla. Það var því hægt að nálgast bjór á landinu og ákveðinn hópur hafði aðgang að þessari áfengistegund sem annars var bönnuð á Íslandi. Þetta ýtti undir kröfur um lögleiðingu áfengs öls þótt mikil andstaða væri við slíka lagabreytingu, bæði á Alþingi og þó ekki síður meðal grasrótarsamtaka á sviði bindindismála, sem enn voru áhrifamikill þrýstihópur. Áfengisverzlun Íslands var fyrirtæki sem hafði veigamiklu hlutverki að gegna fyrir íslenskan þjóðar- búskap á fyrstu áratugum starfsemi sinnar. Hún var mikilvæg tekjulind fyrir ríkissjóð og greiddi þannig fyrir ýmsum opinberum framkvæmdum sem annars hefðu kallað á umtalsverða skattheimtu. Á hinn bóginn bar þjóðarbúið einnig mikinn kostnað vegna misnotkunar áfengis. Jafnan voru uppi raddir um að þetta ætti að einhverju leyti að vega hvert á móti öðru; að áfengisgróðanum ætti að verja í baráttuna við drykkjusýki. Svo fór að árið 1949 var stofnaður sérstakur sjóður, Gæzluvistarsjóður, og skyldi hlutfall að söluhagnaði af áfengi renna í hann til að fjármagna áfengismeðferðir og ýmis úrræði fyrir drykkjumenn. Gæzluvistarsjóðnum var seinna breytt, fyrst í For- varnasjóð og árið 2011 í Lýðheilsusjóð. Óhætt er að fullyrða að stefnan í áfengismálum hafi mótast af beinu lýðræði umfram flest önnur átakamál á Íslandi. Bindindishreyfingunni tókst að fækka áfengisútsölum og takmarka þannig umsvif Áfengisverzlunar ríkisins í krafti laga um héraðs- bönn. Þessar aðgerðir náðu hámarki á sjötta ára- tugnum þegar einungis var hægt að kaupa áfengi í þremur kaupstöðum á landinu en ekki sjö eins og var þegar áfengisverslunin var stofnuð. En viðhorf til áfengisvarna breyttust með tímanum, á Íslandi sem og annars staðar. Á sjöunda og áttunda áratugnum fór áfengisneysla Íslendinga ört vaxandi og á átt- unda áratugnum var æ meiri stuðningur við það að fjölga útsölum á landinu. Atkvæðagreiðslur um nýjar útsölur voru hins vegar iðulega tvísýnar og víða hlutu tillögur um opnun útsölu ekki brautargengi. Þeim fjölgaði þó úr 9 í 14 frá 1980 til 1988. Þetta tímabil markar því tímamót en fram að því höfðu nær allar tillögur um að opna nýjar áfengisútsölur verið felldar í atkvæðagreiðslum. Afl bindindishreyfingarinnar fór smátt og smátt dvínandi en áfengismálin komust aftur á dagskrá á áttunda áratugnum, þegar önnur félagshreyfing barst til landsins frá Bandaríkjunum sem leiddi til stofn- unar Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann, SÁÁ. 1207 Bindindishreyfingin barðist fyrir 368

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==