Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

í hug að bjóða út innflutning þýskra bíla myndi ódýr bílategund hneppa hnossið. Sama gildir um bjórinn. Slíkt viðhorf gagnvart neytendum sem kemur fram í viðskiptaháttum ÁTVR er eins og bergmál úr for- tíðinni“, sagði í bréfi Verslunarráðsins til fjármála- ráðherra. 954 Verslunarráðið hvatti fjármálaráðuneytið til þess að breyta þessum viðskiptaháttum og veita hinum ýmsu bjórtegundum mun greiðari aðgang að öllum útsölum ÁTVR. Kostnað af birgðahaldi mætti flytja yfir á einstaka bjórframleiðendur og umboðs- menn þeirra. Slík breyting væri þegar möguleg vegna hins nýja fríverslunarsvæðis sem hefði verið opnað. Upphaflega voru markmiðin með útboðinu tvö. Í fyrsta lagi að tryggja að þekktur gæðabjór fengist á bestu kjörum. Í öðru lagi að gera hagstæð bjórinn- kaup, en útboðskjörin höfðu áhrif á verð bjórtegunda. Þótt báðum markmiðum væri náð var fljótlega horfið frá útboðsleiðinni. Eftir því sem verslunum fjölgaði jukust möguleikar á að hafa fleiri tegundir í boði. Samið var við fleiri bjórframleiðendur og leitað eftir samningum um afslátt á innkaupsverði eftir stig- hækkandi sölu. Verðlagning Á níunda áratugnum var verðbólga mikil og verð- hækkanir á innfluttum neysluvarningi tíðar vegna gengislækkunar krónunnar. Í ársbyrjun 1989 taldi fjármálaráðuneytið tímabært að hækka verð á áfengi því að verðbreytingar á áfengi höfðu ekki fylgt gengislækkun krónunnar og það hafði ekki hækkað í verði síðan í janúar 1988. Raunverð á áfengi hefði því frekar lækkað. Í lok árs 1988 var búið að áætla að ein dós af innlendum bjór myndi kosta 115 kr. en 145 kr. ef bjórinn væri innfluttur. Nú kynnti fjármálaráðu- neytið nýja verðstefnu og færði fyrir henni áfengis- pólitísk rök þar sem hún væri: „Tilraun til þess að hafa áhrif á neysluvenjur í samræmi við ríkjandi viðhorf í heilbrigðismálum og breyttar áherslur víða um heim varðandi hollustu og lifnaðarhætti.“ 955 Þessi stefna leiddi til þess að sterka áfengið og tóbak var hækkað í verði en létt vín hækkaði minna. Bjórinn var verðlagður í samræmi við nýju stefnuna og var því lækkaður í verði frá því sem áformað hafði verið í fyrstu. Félag íslenskra iðnrekenda lagði til við iðnaðar- ráðherra að innlendur bjór yrði seldur á lægra verði en innfluttur bjór. 956 Rökstuðningur félagsins var sá að samkeppnisstaða innlendra bjórframleiðenda væri veik, þar sem bjórframleiðsla í helstu nágrannalönd- um Íslands byggði á gamalli hefð, og á síðustu árum hefðu orðið til stórfyrirtæki í bjóriðnaði, sem hæg- lega gætu lagt undir sig íslenska markaðinn. Versl- unarráðið lagði til að verðhlutföll yrðu þrískipt. Bjór bruggaður á Íslandi yrði ódýrastur, þá bjór sem væri bruggaður erlendis en átappaður hér, en bjór sem væri bruggaður og átappaður erlendis yrði dýrastur. Bjórtegundir, styrkleiki og verð 1. mars 1989 957 Bjórtegund Styrkleiki Verð á einingu þ.e. 6 x 33cl dósum Sanitas pilsner 4,6% 560 kr. Egils Gull 5,0% 600 kr. Budweiser 5,0% 620 kr. Löwenbräu 5,3% 630 kr. Tuborg 5,0% 650 kr. Kaiser 5,4% 660 kr. Sanitas lageröl 5,6% 660 kr. Þegar fjármálaráðuneytið ákvað verð á bjór var sú regla sett að sérstakt gjald sem nam 72% af cif- verði (þ.e. kostnaðarverði þegar bjór var kominn í birgðastöð) var sett á innfluttan bjór. Gjaldið var sett til verndar íslenskri bjórframleiðslu og stefnan var sú að innlendi bjórinn væri ódýrari en sá innflutti. Þrátt fyrir þessa mismunun var lítill verðmunur á innlenda og erlenda bjórnum. Sex dósir af Egils Gulli kostuðu 600 kr., sex dósir af Budweiser 620 kr. en Tuborg var aðeins dýrari, 650 kr. Hagnaður íslensku fram- leiðendanna af bjórnum virðist því hafa verið mikill. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði athugasemdir við þá mismunun sem erlendir bjórframleiðendur urðu að sæta við verðlagningu á innfluttum bjór hjá ÁTVR 260

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==