Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

og benti á að afnámi gjaldsins hefði átt að vera að fullu lokið 1. janúar 1994 við gildistöku EES-samn- ingsins. 958 Verndargjaldið var lagt af í áföngum en var ekki alfarið fellt niður fyrr en árið 1995. Í fyrstu var innlendi bjórinn því heldur ódýrari en sá innflutti og íslensku framleiðendurnir náðu strax á fyrsta ári 55% af sölunni. Til þess að halda í við verðlagsþróun í landinu var verð á áfengi hækkað nokkrum sinnum á árinu 1989. Fyrsta hækkunin var í febrúar, um 11,5%, önnur hækkun í júní var vegna skilagjalds sem var lagt á bjórumbúðir. Í júlí hækkaði allt áfengi en bjór minnst, aðeins um 5%, meðan sterku drykkirnir hækkuðu mest. Í nóvember hækkaði svo allt áfengi um 6,2% en tóbak um 6%. Markmiðið með hækkuninni í nóvem- ber var að ná markmiði fjárlaga, en þar var gert ráð fyrir að hagnaður ríkissjóðs næmi um 5 milljörðum króna. 959 Strax á fyrri helmingi árs var ljóst að miklu minni hagnaður yrði af ÁTVR en gert var ráð fyrir á fjárlögum. Þegar fjárlög voru samþykkt var miðað við að verð á áfengi og tóbaki hækkaði meira en almennt verðlag í landinu, en þessu var ekki fylgt eftir. Hösk- uldur Jónsson forstjóri ÁTVR taldi að fjármálaráðu- neytið hefði ofáætlað hagnaðinn en við bjórkomuna hafi neysla landsmanna breyst þannig að sala sterks áfengis minnkaði. Þá hafi innlendur bjór, sem skilaði miklu minni tekjum en sá erlendi, orðið hátt í helm- ingur af heildarsölu bjórsins en ekki fimmtungur eins og búist var við. 960 Fjármálaráðuneytið gerði greini- lega ráð fyrir því að tekjur af bjórsölu yrðu hrein viðbót við aðrar áfengistekjur. Sú spá var í samræmi við viðhorf þeirra sem voru andsnúnir lögleiðingu bjórsins en gekk þvert á fullyrðingar þeirra sem voru fylgjandi bjórsölunni. Álagning á áfengi í veitingahúsum var gefin frjáls 1. október 1989. Verðlagsstofnun kannaði verðhækk- anir á áfengi í veitingahúsum frá mars 1990 til apríl 1991. 961 Könnunin leiddi í ljós að verð hækkaði mun meira í veitingahúsum en sem nam hækkun ÁTVR á tímabilinu. Hækkunin var mikil miðað við aðrar verðlagshækkanir og benti til þess að verðsamkeppni á milli veitingahúsanna væri lítil. Auglýsingar Áfengisauglýsingar höfðu verið bannaðar þegar árið 1928 (lög nr. 64/1928). Löggjafinn leyfði þó að fram- leiðandi sem auk áfengis framleiddi aðrar drykkjar- vörur notaði firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda mætti augljóst vera að um óáfenga drykki væri að ræða. Allt frá því að bjórinn var lögleiddur hafa bæði bjórframleiðendur og innflytjendur farið á svig við auglýsingabannið. Oft hafa þessar auglýsingar verið á gráu svæði og stundum hefur lögregla brugðist við og ágreiningur- inn orðið að dómsmáli. Árið 1999 dæmdi Hæstiréttur Jón Snorra Snorra- son framkvæmdastjóra í 1.500.000 króna sekt vegna bjórauglýsinga Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. 962 Ölgerðin setti nýjan og sterkan bjór á markað og auglýsti hann með orðunum „Egill sterkur“. Aug- lýsingarnar birtust með þrennum hætti; á flettiskilti við Vesturlandsveg, tvisvar í sjónvarpinu (Ríkisút- varpinu) og tíu sinnum í Morgunblaðinu . Textinn var sá sami: „6,2% … nú er Egill sterkur“. Í sjónvarpinu og í sumum auglýsinganna í Morgunblaðinu var bætt við: „ … í ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Innlendir bjórframleiðendur réttlættu brot sín á banni við áfengisauglýsingum með því að þeim væri mismunað, þeim væri bannað að auglýsa bjór en erlendir keppinautar gætu auglýst í erlendum ritum sem hingað bærust og náð þannig inn á innlendan Barþjónn dælir bjór af krana þegar sala á bjór hófst í vínveitingahúsum 1. mars 1989. 261

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==