Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Hópur ungra manna fagnar bjórnum. þurrka þessi skil út og að bjór yrði drukkinn á vinnu- stöðum. Venjurnar í kringum bjórinn voru nokkurn tíma að mótast en reyndin varð sú að bjórdrykkja á vinnustöðum varð aldrei almenn og bjórneysla hefur að mestu verið bundin við frítíma. Þótt bjórinn yrði líka vinsæll kráardrykkur hefur sala á bjór í vínbúð- unum alltaf verið miklu meiri en salan til veitinga- húsa. Í upphafi bjórsölunnar jókst sala bittera, svo að einhverjir tóku upp danska siðinn að drekka bjór og snafs. Slíkir siðir urðu þó ekki almennir. Aftur á móti varð bjórinn fljótlega hluti af grillvenjum lands- manna og heimsmeistaramót í handbolta og aðrir stórviðburðir í íþróttaheiminum hafa alltaf aukið bjórsölu. Í kjölfar bjórsins jókst unglingadrykkja og tíðni ölvunar, sérstaklega meðal pilta á aldrinum 15–19 ára. Orðræðan um bjórinn þar sem rætt var um kosti hans og galla virðist hafa örvað ungt fólk til áfengisneyslu. Við þessu var brugðist með öflugu forvarnarstarfi sem hafði þau áhrif að 14 árum eftir að bjórinn kom hafði áfengisneytendum á aldrinum 15–16 ára fækkað og almennt drukku þeir minna. Hins vegar hafði sá hópur sem drakk reglulega aukið neysluna. Þannig hafði orðið pólun í áfengisneyslu unglinga. 973 Yfirlit Með því að heimila sölu á bjór gerði Alþingi mestu breytingu á áfengislöggjöfinni síðan árið 1935. Bann- árunum var endanlega lokið og sala á bjór skyldi háð sömu skilyrðum og sala á öðru áfengi. Fjármálaráðu- neytið og forstjóri ÁTVR tóku ákvarðanir varðandi bjórsöluna, um skattlagningu, minnstu sölueiningar, styrkleika bjórs og tegundaval. Miklir hagsmunir voru í húfi eins og skýrt kom í ljós í hatrömmum deilum um val á erlendum bjórtegundum. Í fyrstu var innlenda bjórnum hyglað á kostnað hins innflutta en slíkri mismunun var hnekkt með EES-samningnum. Bjórsalan hafði mikil áhrif á starfsemi ÁTVR og umsvif fyrirtækisins jukust til muna þar sem meiri eftirspurn varð eftir bjór en öðru áfengi. Skýringin á mikilli aukningu á áfengissölu frá 1988 til 2008 lá í stöðugt vaxandi bjórneyslu. Skiptin úr sterku áfengi og yfir í bjór voru auðveld vegna þess að bjórinn var nýjung og tákn um breytta tíma. Bjór varð algengasti áfengi drykkurinn meðal allra þjóðfélagshópa og drukkinn við tilefni þar sem áfengi hafði ekki verið haft um hönd á árum áður. Bjórinn gerði áfengisneyslu hversdagslegri en hún hafði áður verið. Nýir drykkjusiðir eins og kráar- drykkja, vín með mat og lítils háttar áfengisneysla af minnsta tilefni voru að festast í sessi. Nýju siðirnir komu þó ekki í stað þeirra gömlu og enn var áfengi drukkið í ölvunarskyni. Segja má að bjórinn hafi fært áfengisneysluvenjur Íslendinga nær drykkjuvenjum þjóðanna í Norður-Evrópu, en dagleg neysla áfengra drykkja, hvort sem er með mat eða sem hressing varð ekki siðvenja. 265

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==