Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

18. Framleiðsla og innkaup Innfluttur spíri og íslenskar uppskriftir Samkvæmt lögum hafði ÁTVR einkaleyfi til fram- leiðslu áfengra drykkja og gat ekki framselt það. Þetta fyrirkomulag var við lýði allt til ársins 1986 þegar áfengislögunum var breytt og einkaleyfið afnumið. Leynd hvílir allajafna yfir uppskriftum að áfengum drykkjum en framleiðsla ÁTVR fólst í að blanda bragðefnum í spiritus fortis og vatn. Brennivínið hafði verið í framleiðslu síðan 1935 og var elsta varan sem ÁTVR framleiddi. Smám saman bættust fleiri tegundir við og í febrúar árið 1989 voru í framleiðslu: Brennivín, Gamalt brennivín, Aquavitae, Gamalt aquavitae, óðalsbrennivín, hvannarótar-brennivín, kláravín, tindavodka, Eldurís, Dillon lávarður og Sénever blár sem öll voru 40,0% að styrkleika. Íslensk- ur krækiberjalíkjör sem var 35,9% að styrkleika var líka til sölu þótt framleiðslu á honum hafi verið hætt vegna lítillar eftirspurnar. Starfsmenn ÁTVR áttu hugmyndina að því að hefja framleiðslu á áfengum drykkjum samkvæmt íslenskum uppskriftum, sem væru sérstaklega ætlaðir ferðamönnum sem minjagripir og gjafir. Í júlí 1990 hóf ÁTVR að framleiða tvær nýjar tegundir og voru drykkjunum valin nöfn með tilvísun til íslenskrar náttúru: Hekluglóð var snafs, 40% að styrkleika, og Merkurdögg grænleitur líkjör, 25% að styrkleika. Bragðefnið í hann var fengið úr jurtum sem uxu í Þórsmörk. Nokkrir drykkir eins og sérrí, púrtvín, og messu- vín voru keyptir inn í stórum skömmtum og átappað hjá ÁTVR. Þessu var þó hætt þar sem átöppun varð óhagkvæm og auknar kröfur voru gerðar til hreinlæt- is. Þær gæðakröfur voru gerðar að spíri væri fluttur frá verksmiðju til framleiðenda áfengis og lyfja í lok- uðum, innsigluðum umbúðum. Leitað var tilboða í spíra sem varð að vera kornspíri en ekki sykur- eða kartöfluspíri. Mest af spíranum var keypt af De danske spritfabrikker en eitthvað var líka keypt frá Finnlandi. Fulltrúar frá bandaríska fyrirtækinu Glenmore Distilleries Company, í Louisville í Kentucky, höfðu óskað eftir samvinnu við ÁTVR um framleiðslu og sölu á vodka. Árið 1986 tókust samningar á milli ÁTVR og Glenmore um framleiðslu og sölu á vodka undir nafninu Eldurís. Fram til þessa hafði fram- leiðsla ÁTVR miðast við heimamarkað og fyrirtækið hafði ekki áður gert hliðstæðan samning, þar sem stefnt var að því að selja Eldurís á Bandaríkjamarkaði, þótt vodkinn yrði líka til sölu á innlendum markaði. Verkaskiptingin var þannig að ÁTVR sá um sölu á íslenska markaðnum, sölu til skipa og flugfélaga, fríhafnarinnar og varnarliðsins, en bandaríska fyrir- tækið einbeitti sér að sölunni erlendis. ÁTVR taldi að samningarnir við Glenmore væru hagstæðir og til framdráttar fyrirtækinu, ríkissjóði og ferðamanna- iðnaði á Íslandi. Að höfðu samráði við utanríkis- ráðuneytið voru nokkrar flöskur af Eldurís sendar til sendiráða Íslands til kynningar og vonast var til að (erlendum) gestum líkaði vel. 974 Markmiðið var að leggja áherslu á ímynd Íslands sem ómengaðs lands og lands menningar og lista. Árið 1986, sama ár og ÁTVR hóf framleiðslu á vodkanum Eldurís, var breytt lögum nr. 63/1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf og einka- leyfi til framleiðslu var afnumið. Inn í lögin kom nýtt ákvæði sem heimilaði fjármálaráðherra að veita einkaaðilum leyfi til að blanda og átappa áfengi. Í 266

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==