Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

lögunum var gert ráð fyrir að ríkið gæti verið aðili að slíkum fyrirtækjum en eftirlit með starfseminni væri á vegum ríkisins. Þótt ráðherra hefði fengið heimild til að veita einkafyrirtækjum leyfi til fram- leiðslu áfengis var gert ráð fyrir því að ÁTVR héldi áfram sinni eigin framleiðslu. Þegar lögin komu til framkvæmda var búið að stofna íslensk fyrirtæki sem framleiddu áfengi, en þau urðu að hafa starf- semina erlendis vegna þess að ÁTVR hafði einka- leyfi á framleiðslunni hér á landi. Með því að afnema einkaleyfið var Alþingi að efla íslenskan áfengis- iðnað. Sproti h.f., sem var í eigu nokkura Íslendinga, hafði stofnað fyrirtækið Icy of Iceland í Bretlandi árið 1986. Tilgangur félagsins var framleiðsla og sala á áfengi, einkum fyrir erlendan markað. 975 Fyrirtækið hafði samið við Barton International í Skotlandi um framleiðslu á Icy Vodka. Sproti h.f. hafði kynnt fram- leiðsluna erlendis og notið til þess aðstoðar Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Strax og búið var að breyta Merkurdögg og Hekluglóð voru nýjar tegundir í fram- leiðslu ÁTVR sem fengu nöfn með tilvísun í íslenska náttúru. 267

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==