Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

lögunum og heimila framleiðslu á áfengi hér á landi, óskaði Sproti h.f. eftir leyfi til að blanda og setja á flösk- ur áfengi á Íslandi. Fyrirtækið leitaði eftir samstarfi við ÁTVR en hugmyndir Sprota h.f. voru þær að ÁTVR nýtti tæki sín til framleiðslu á Icy vodka og yrði þar með eins konar verktaki. Forsvarsmenn Sprota vildu stofna til viðræðna um kaup á átöppunardeild ÁTVR með það í huga að stofna öflugt drykkjarvörufyrirtæki. Gert var ráð fyrir því að fyrirtækið yrði að meirihluta í eigu Íslendinga en erlend stórfyrirtæki gætu átt hlut í fyrirtækinu. Hugmyndin var að efla áfengisiðnað á Íslandi með þátttöku í vöruþróun, hönnun, blöndun, átöppun og gæðaeftirliti, með sérstakri áherslu á markaðs- og sölustarfsemi erlendis. Sproti h.f. stefndi að því að framleiða vodka á Íslandi og koma á samstarfi við bandarísk stórfyrirtæki um dreifingu í Bandaríkj- unum, því að þar er stærsti vodkamarkaðurinn. Fram- leiðslan var því fyrst og fremst hugsuð til útflutnings. Gert var ráð fyrir þeim möguleika að ríkið yrði minni- hlutaeigandi í félaginu. 976 Á sama tíma og Sproti h.f. leitaði eftir samstarfi við ÁTVR var ÁTVR þegar í viðræðum við Glenmore Distilleries Company um framleiðslu og sölu á vodka. ÁTVR taldi því ekki tímabært eða viðeigandi að ræða samstarf við Sprota h.f. á meðan viðræður við Glen- more Distilleries stæðu yfir. 977 Þessum röksemdum hafnaði Sproti h.f. og lagði áherslu á að mikilvæg- ara væri að efla samvinnu við innlend fyrirtæki en erlenda aðila. Þá hefði Sproti h.f. unnið mikið braut- ryðjendastarf erlendis og markaðssamstarfið erlendis væri við trausta dreifingaraðila. 978 Þótt stefnt væri að því selja mestan hluta Icy vodkans erlendis var líka gert ráð fyrir honum á íslenska markaðnum. Við- skiptahugmyndir Sprota voru því þær sömu og ÁTVR og Glenmore Distilleries Company voru að vinna að. Icy Vodka var framleiddur af bresku fyrirtæki, Barton Ltd., og í Bretlandi var það flokkað sem bresk- ur vodki. Á Íslandskynningu í Gautaborg árið 1988 var Icy vodka þó kynntur sem íslensk vara og voru flöskurnar með merkingum ÁTVR. Á þessum tíma var talið að áfengur drykkur teldist innlend fram- leiðsla ef meirihluti hans væri íslenskt vatn en svo var ekki í þessu tilviki. ÁTVR gerði því athugasemdir við þetta. 979 Í nóvember 1988 fékk Sproti h.f. starfsleyfi frá fjármálaráðuneytinu til að framleiða áfenga drykki á Íslandi til útflutnings og fyrir innanlandsmarkað. Áfengið mátti eingöngu selja til ÁTVR, úr landi eða í forðageymslur skipafélaga og flugfélaga, Fríhafnar og varnarliðs. Umbúðir allra áfengra drykkja sem seldir voru í verslunum ÁTVR og til veitingahúsa urðu að hafa merki ÁTVR. Sproti hf. flutti inn vínanda frá Írlandi en Mjólkursamlagið í Borgarnesi framleiddi Icy vodka fyrir Sprota. Icy vodka sem framleiddur var í Skotlandi hafði verið markaðssettur í Banda- ríkjunum árið 1989 með þokkalegum árangri og því var ákveðið að hefja markaðssetningu á Icy vodka frá Borgarnesi á Íslandi. Nú var komin upp sú staða að Icy vodka var framleiddur fyrir Sprota bæði í Skot- landi og í Borgarnesi. ÁTVR vildi ekki selja tvær tegundir af vodka undir sama merki og taldi það ekki samrýmast góðum viðskiptaháttum. Af þessu spruttu deilur sem lyktaði þannig að fjármálaráðu- neytið leyfði að báðar tegundirnar yrðu seldar sem sama merki til ársloka 1989. Forsvarsmenn Sprota h.f. töldu að Icy vörumerkið fengi ekki eðlilega og jákvæða meðferð í starfsemi ÁTVR þar sem Eldurís hefði þar forgang. Þeir bentu á að Icy væri lögverndað íslenskt vöruheiti en Eldurís amerískt vörumerki. 980 Miklu fé hafði verið varið í markaðsrannsóknir, vöru- þróun, hönnun og framleiðslu á nýrri flösku og því þurfti að verðleggja vodkann í samræmi við þennan kostnað. Íslenskt brennivín hafði alltaf verið verðlagt með öðrum hætti og lægra en annað áfengi. Önnur íslensk framleiðsla á áfengum drykkjum naut hins vegar engra forréttinda. Icy vodka gat því ekki notið jafnræðis við íslenskt brennivín en naut jafnræðis við aðra framleiðslu ÁTVR. Verslunarráð Íslands blandaðist inn í deilurnar um vodkann þar sem ÁTVR var nú komið í samkeppni við einkaaðila um framleiðslu á vodka. Verslunarráð- ið spurði í bréfi til ÁTVR hvort fyrirtækið hefði ein- hverja markaðsstefnu varðandi Eldurís á innanlands- markaði og hvort starfsmönnum hefðu verið gefin Skjaldarmerki írsk-ensku Dillon-ættarinnar prýðir íslensku ginflöskurnar. Nafnið og skjaldarmerkið á merkimiðunum á flösk- unum er fengið að láni frá Dillon-ættinni í Englandi. Dillon lávarður átti frægt ástarævintýri á Íslandi á árunum 1834–1835. 268

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==