Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

fyrirmæli um að halda þessari tegund fram frekar en öðrum. Ennfremur taldi Verslunarráðið óeðlilegt að bjóða Eldurís til sölu í fleiri stærðarflokkum en keppi- nautum var heimilt að gera. 981 Innflutningur á vínanda að styrkleika 80% eða meira var eftir sem áður aðeins heimill ÁTVR, sem hafði eftirlit með framleiðslu annarra. Sproti h.f. taldi sig eiga kost á hagstæðari kaupum á vínanda til framleiðslu en ÁTVR gat boðið. Að beiðni Sprota h.f. pantaði ÁTVR því vínanda fyrir Sprota frá fyrirtæk- inu Archer Daniels Midland í Bandaríkjunum. Þegar spíratankurinn barst til landsins voru forstöðumaður innkaupdeildar ÁTVR og forstjóri erlendis. Starfs- menn deildarinnar gerðu þau mistök að afhenda Sprota h.f. alla pappíra er snertu spíratankinn, þar með talið innkaupareikninga sem stílaðir voru á ÁTVR. Þannig komst á beinn innflutningur Sprota h.f. á spíra frá útlöndum og með samþykki fjár- málaráðuneytisins hélst þetta fyrirkomulag við lýði allt fram til ársins 1995. Þessi innflutningur var ekki í samræmi við lög og ÁTVR reyndi án árangurs að koma honum í þann farveg sem lögin gerðu ráð fyrir. 982 Á árunum 1994–1995 fengu Héraðsskógar, sem var dótturfyrirtæki Mjólkursamlags Kaupfélags Hér- aðsbúa, leyfi til framleiðslu áfengra drykkja og gerðar voru tilraunir til að búa til birkivín í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum. 983 Þessi tilraunavíngerð tókst ekki sem skyldi og birkivínið fór aldrei í sölu. Fleiri hafa gert tilraunir með íslensk vín og berja- og rabbarbaravínið Kvöldsól var framleitt á Húsavík. 984 Framleiðsludeildin seld Þegar einkaréttur ríkisins á framleiðslu áfengis var afnuminn fékk ÁTVR heimild til eignaraðildar í fyrirtækjum sem höfðu fengið leyfi til áfengisfram- leiðslu. Til slíkrar eignaraðildar kom ekki, þar sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991–1995 hafði á stefnuskrá sinni að einkavæða ríkisfyrirtæki þar sem samkeppni væri til staðar. 985 Sérsök ráðherranefnd hafði með höndum yfirstjórn einkavæðingarinnar en framkvæmd hennar var í höndum sérstakrar þriggja manna framkvæmdanefndar um einkavæðingu. 986 Það lá því beint við að selja framleiðsludeild ÁTVR og var auglýst eftir tilboðum í hana vorið 1992. Inn- kaupastofnun ríkisins sá um að afla tilboða í fram- leiðslutæki, vöruheiti og uppskriftir að Brennivíni, Óðalsbrennivíni, Hvannarótarbrennivíni, Gömlu brennivíni, Kláravíni, Tindavodka og Dillons gini. Alls bárust 10 tilboð og var framleiðsludeildin seld á 15 milljónir króna til Halldórs Kristjánssonar, eins af eigendum fyrirtækisins Rekís hf. Innifalið í kaup- samningnum voru framleiðslutæki, lager, vöruheiti og uppskriftir ÁTVR 987 . Vöruheitið, vörubirgðir og uppskriftin að Eldurís var í eigu Glenmore Distilleries Company sem skömmu síðar hætti þeirri framleiðslu og seldi Rekís h.f í Reykjavík hinn 6. ágúst 1992. 988 ÁTVR hætti allri framleiðslu á áfengi 26. júní 1992. Brennivín hafði þá verið framleitt síðan 1935 og var vinsælasti drykkurinn sem ÁTVR framleiddi. Eldhaka hf. tók síðan við og framleiddi brennivín. ÁTVR hélt hins vegar áfram að flytja inn spírann og gera á honum gæða- og styrkleikamælingar. Framleiðsludeild ÁTVR var því í hópi fyrstu ríkis- fyrirtækjanna sem voru seld í einkavæðingarátak- inu sem hófst í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og hélt áfram næstu ár. Önnur ríkisfyrirtæki seld árið 1992 voru Prentsmiðjan Gutenberg, Ríkisskip (eignir), Ferðaskrifstofa ríkisins hf., Jarðboranir hf., Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR afhendir Guðmundi Magnússyni þjóðminjaverði brennivínsflösku til varð- veislu þegar ÁTVR hætti framleiðslu brennivíns árið 1992. Brennivín hafði verið framleitt frá 1935. 269

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==