Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Menningarsjóður (eignir), Þróunarfélag Íslands hf, og Íslensk endurtrygging hf. Þótt framleiðsludeildinni væri lokað þurfti ekki að segja starfsfólki upp störfum heldur voru því boðin störf í öðrum deildum. Ekki kom til neinna mótmæla en starfsmönnum þótti engu að síður eftirsjá að fram- leiðslunni. Þegar ÁTVR hætti framleiðslu voru í gildi fimm leyfi til framleiðslu áfengra drykkja og voru þau í höndum eftirtalinna fyrirtækja: Sproti h.f, Eldhaka h.f, Héraðsskógar, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f og Víking-Brugg. Útflutningur Framleiðsla áfengis hjá ÁTVR var fyrst og fremst hugsuð fyrir heimamarkað en nokkrar tilraunir voru þó gerðar til útflutnings. Samstarf ÁTVR við banda- ríska fyrirtækið Glenmore Distilleries Company byggðist á því að flytja út vodka. Eigendur Sprota h.f. höfðu líka vænst þess að útflutningur áfengra drykkja gæti verið arðbær atvinnugrein og bæði fyrirtækin reyndu að koma vodka í sölu í Bandaríkjunum. Víðar mátti reyna fyrir sér og vegna góðra tengsla á milli norrænu einkasalanna voru sýnishorn af nýjum drykkjum send til áfengiseinkasalanna á Norðurlönd- um. Vonast var til gagnkvæmni í viðskiptum þar sem hið sænska Absolut vodka og Finlandia og Kosken- korva frá Finnlandi höfðu náð vinsældum á Íslandi. 989 Kynning og sala á Eldurís til Norðurlandanna varð þó aldrei mikil. Aftur á móti stóð Glenmore fyrir miklu kynningar- og söluátaki á íslenska vodkanum Eld- urís í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Bandaríski vodkinn Smirnoff var á þessum árum langmest seldi vodkinn í Bandaríkunum en íslenski vodkinn þurfti að keppa við heimsþekkt vörumerki eins og Absolut, sovéska vodkann Stolichnaya og Finlandia. Reynt var að kynna Eldurís sem „mjög sérstakan vodka frá mjög sérstöku landi“. Í nokkur ár gaf ÁTVR The Icelandic American Association í Suður-Kaliforníu nokkrar flöskur af Eldurís til kynningar á þorrablóti félagsins, sem mæltist mjög vel fyrir meðal brottfluttra Íslendinga. 991 Donna-Ann P. Hayden, kynningarfulltrúi Glenmore Distillieries Company með Eldurís flösku sem var markaðssett í Banda- ríkjunum sem sérstakur vodki frá sérstöku landi. DV 21.10.1988. Donna-Ann P. Hayden, kynningarfulltrúi hjá Glenmore í viðtali við DV : Þess vegna kynnum við Eldurís sem mjög sérstakan vodka frámjög sérstöku landi. Þannig reynum við að ná markaðssérstöðu og ég tel að okkur hafi tekist það býsna vel. Sá þjóðfélags- hópur, sem við reynum að fá til að kaupa Eld- urís, er þess vegna fólk sem er vel menntað og fjárhagslega stöndugt. Þetta er gjarnan fólk sem breytir örðruvísi en hinn breiði fjöldi. Það vill kynnast einhverju nýju og spennandi. Það efnir hugsanlega til kvöldverðar og býður upp á hinn sérstaka vodka Eldurís á eftir. Það getur verið að það ræði um hið stórbrotna land í norðri, Ísland, í leiðinni. Það er á þessum markaði sem við keppum. 990 270

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==