Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Árið 1990 var reynt að selja íslenskt brennivín í lítraflöskum í verslunum Aldi, sem er ein stærsta verslunarkeðjan á Spáni. Reyndin varð sú að það voru helst Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar á Spáni sem keyptu brennivínið. Flaskan kostaði um 900 krónur en á Íslandi kostaði þriggja pela flaska 2340 kr. Þrátt fyrir lágt verð á íslenskan mælikvarða mistókst þessi tilraun þar sem sala á brennivíni í svo stórum umbúðum var lítil sem engin. 992 Íslenska sendiráðið í Osló aðstoðaði árið 1995 fyrirtækið Eagle Security við markaðssetningu brennivíns í Noregi. Fyrirtækið hafði aðsetur í Osló en var að mestu í eigu íslenskra aðila. Reynt var að koma íslensku brennivíni í sölu á grunnlista hjá norska Vinmonopolet og gera þannig kaup á brenni- víni auðveldari í útibúum Vinmonopolet. Vísað var til þess að norskt ákavíti væri selt á útsölustöðum ÁTVR án þess að gagnkvæmni ríkti hvað varðar sölu á íslensku brennivíni í Noregi. Kjell Frøslid forstjóri Vinmonopolet hafnaði þessari beiðni og greindi frá því að engin eftirspurn væri eftir íslensku brennivíni í Noregi. Íslenski vodkinn Eldurís hefði verið seldur í verslunum Vinmonopolet i Noregi frá 1988 til 1990 en salan verið svo lítil að henni var hætt. Tegundirnar Svartidauði og Brennivín frá Eldhaka væru á við- bótarlista hjá Vinmonopolet og viðskiptavinir gætu pantað þær. 993 Sala á íslensku áfengi erlendis gekk því illa og íslenskur áfengisiðnaður varð hvorki gjaldeyris- skapandi né bjó til ný atvinnutækifæri, enda mikil samkeppni á erlendum áfengismarkaði. Kaupendur íslensks áfengis erlendis virðast aðallega hafa verið Íslendingar búsettir í útlöndum. Eftirlit með framleiðslu annarra Frá og með 1. mars 1989 þegar bjór var leyfður, kom það í hlut ÁTVR að hafa eftirlit með framleiðslu og birgðum af áfengum bjór. Til að sinna þessu verkefni réð ÁTVR sérstaka eftirlitsmenn. ÁTVR hafði eftir- lit með innlendri framleiðslu bæði bjórs og sterkra drykkja en hafði engin afskipti af útflutningi þeirra. Eftirlitsmennirnir fylgdust með framleiðslu, notkun spíra og stöðu lagers hjá hverjum framleiðanda. Mikið var í húfi fyrir framleiðendur að starfsstöðvar þeirra uppfylltu öll skilyrði því að ella gátu þeir misst starfsleyfi sín. Eitthvað var um að því væri hótað en aldrei kom til þess að framleiðsla stöðvaðist. ÁTVR fylgdist líka með framleiðslunni hjá Rekís sem eign- aðist framleiðsludeild ÁTVR þegar hún var seld. Í nokkur ár var ÁTVR því bæði viðskiptavinur og eftirlitsaðili áfengisframleiðenda. Með reglugerð nr. 585/1995 var eftirlitið flutt til ríkisskattstjóra sem hefur síðan 1. febrúar 1996 haft eftirlit með fram- leiðslu og átöppun áfengis. Með lögunum frá 1986, sem heimiluðu að einka- fyrirtæki gætu fengið leyfi til að framleiða sterkt áfengi, var eftirlit með framleiðslu áfengis falið ÁTVR. Vegna deilnanna á milli Sprota h.f. og ÁTVR ákvað fjármálaráðuneytið hins vegar að ÁTVR sinnti ekki eftirliti með framleiðslu og birgðum Sprota h.f. heldur var það falið sýslumanni Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. 994 ÁTVR þurfti ekki eingöngu að hafa eftirlit með innlendri framleiðslu, heldur var líka nauðsynlegt að fylgjast með gæðum allra áfengra drykkja sem fluttir voru til landsins. Til að auka á öryggið voru vín frá löndum sem hafa takmarkað eftirlit með vínfram- leiðslu sinni keypt í gegnum einkasölur í Svíþjóð sem ráða yfir mjög öflugum rannsóknastofum þar sem t.d. er fylgst með aukaefnum í víni. Innkaup Milljónir áfengistegunda eru framleiddar í heiminum og alltaf hefur verið vandasamt að ákveða hvaða tegundir á bjóða til sölu. Lengi vel voru engar skrif- legar reglur til um hvernig ætti að velja vörutegundir til sölu í verslunum ÁTVR, valið var ákvörðunarefni forstjóra. Innkaupastjóri sá um innkaup og keypti vörur beint af framleiðendum erlendis frá og flutti til landsins. Mikið var í húfi að vanda vöruval og tryggja gæði. Þekkt eru dæmi um að vínflöskur séu ranglega merktar þannig að einföld vín eru merkt sem væru 271

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==