Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

þau fín og dýr vín. Mikið vínhneyksli varð í Austur- ríki árið 1985 þegar vínframleiðandi blandaði frost- legi í vínframleiðslu sem síðan olli því að markaður fyrir austurrísk vín hrundi. Árið 1986 dóu 23 einstak- lingar á Ítalíu eftir að hafa drukkið vín sem vínfram- leiðandi hafði blandað tréspíra. 995 Til að tryggja sig gagnvart slíkum svikum fylgdist ÁTVR grannt með innkaupastefnu Systembolaget í Svíþjóð sem hafði komið sér upp öflugu gæðaeftirliti. Umboðsmenn höfðu það hlutverk að fylgjast með markaðinum fyrir hönd framleiðenda og fengu greidd umboðslaun frá þeim. Þeir höfðu ekki áhrif á val tegunda sem ÁTVR seldi en þeir sáu um að koma vörum á framfæri við hótel og veitingahús. Þegar ÁTVR missti einkaleyfi sitt á innflutningi áfengis árið 1994 tóku umboðsmennirnir við honum og síðan hefur ÁTVR nær eingöngu keypt vörur af innlendum birgjum. Þessi skipan mála hefur átt mikinn stuðning birgja sem þurfa aðeins að koma vöru sinni á framfæri við einn smásöluaðila. 996 Með árunum hafa samskipti við áfengisbirgja færst í fast- mótaðra form. Reglur um innkaup og sölu áfengis og skilmála í viðskiptum við birgja voru settar vorið 1993 en búið var að skipa sérstaka vöruvalsnefnd. Þær voru end- urútgefnar eftir minni háttar lagfæringar litlu síðar. Reglurnar voru í anda nýrra stjórnsýslulaga og áttu að tryggja gagnsæja stjórnsýslu og jafnræði milli birgja. 997 Þær féllu vel að megininntaki EES-samningsins um að allir stæðu jafnt að vígi á markaði innan evrópska efnahagssvæðisins. Með reglunum átti að tryggja jafnræði birgja og var nýjum áfengistegundum veittur greiðari aðgangur að markaðnum. Áfengi var deilt í fjóra söluflokka: kjarnaflokk, reynsluflokk, mánaðar- flokk og sérvalsflokk. 998 Kjarni var aðalsöluflokkurinn og þær áfengisteg- undir sem voru til sölu 1. mars 1994 fóru allar í kjarna. Vörur í kjarna voru skráðar á sölulista í a.m.k. eitt ár, en næði vara ekki 1% af heildarsölu viðkomandi vöru- flokks í lítrum talið á undanförnum 12 mánuðum, féll hún úr kjarna. Í reynsluflokki voru nýjar vörutegundir og næði ný tegund 1% af smásölu viðkomandi vöru- Reglur um innkaup og skil- mála i viðskiptum ÁTVR við birgja voru settar til að tryggja jafnræði birgja og koma nýjum áfengis- tegundum í sölu. 272

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==