Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

flokks færðist hún yfir í kjarna að loknu átta mánaða reynslutímabili. Mánaðarflokkur var fyrir árstíða- bundna vöru sem var í boði í stuttan tíma, eins og um jól og þorra. Sérvalsflokkur var fyrir vöru sem var keypt í mjög takmörkuðu magni til að auka fjölbreytni í úrvali. Samkvæmt reglunum þurftu umboðsaðilar að sækja um að fá reynslusölu á nýjum áfengistegundum sem þeir vildu koma í vínbúðirnar. Áfengi sem ekki féll undir ofangreinda flokka mátti sérpanta. Lítið breyttar voru reglurnar (Innkaupareglur nr. 796/2002) staðfestar af fjármálaráðuneytinu nokkr- um árum síðar. Innkaupareglurnar voru svipaðar þeim sem settar voru annars staðar á Norðurlöndum vegna gildistöku EES-samningsins. Í umfjöllun Morgunblaðsins í apríl 1994 um mat og vín spáði greinarhöfundur því að fyrir neytendur myndi hið nýja fyrirkomulag þýða að víntegundum í sölu myndi fækka. 999 Reyndin varð sú að nýju regl- urnar leiddu til breytinga á vöruvali en með tímanum varð það fjölbreyttara. Reglur um innkaup hafa verið endurskoðaðar en hafa þó í aðalatriðum haldist óbreyttar og sölu­ flokkarnir fjórir hafa haldið sér. 1000 Vöruráð, skipað sérfræðingum ÁTVR, kom í stað vöruvalsnefndar og hafði það umsjón með auknu vali vínbúða og með vali á vörum í mánaðar- og sérflokk. Vöruvals- stefnan byggðist á því að tryggja vöruúrval vínbúða, fjölbreytni og gæði vöruvals, gæta jafnræðis gagnvart áfengisbirgjum og á samfélagslegri ábyrgð. Með því að taka fram að ÁTVR ætlaði að forðast sölu á vöru sem ýtti undir neyslu yngri aldurshópa var verið að bregðast við markaðsfærslu á áfengum drykkjum með bragðefnum, oftast þekktum sætu- efnum, sem höfða sérstaklega til barna. Sú stefna var tekin að mismikið vöruúrval yrði í vínbúðum eftir stærð þeirra og staðsetningu. Í fyrstu höfðu aðeins vínbúðin Heiðrún og vínbúðin í Kringl- unni allar tegundir á boðstólum. Í vínbúðunum á Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi (Smáralind) og Sel- tjarnarnesi eru um 1000 tegundir til sölu. Í öðrum vínbúðum eru færri tegundir í boði og í minnstu samstarfsverslununum, eins og t.d. í Búðardal, á Hólmavík og Kirkjubæjarklaustri, eru um 100 teg- undir í sölu. Yfirlit Eigin framleiðsla ÁTVR á áfengi hafði eingöngu verið ætluð fyrir innanlandsmarkað. Tilraunir voru gerðar með nýja framleiðslu en vonir um aukna framleiðslu á nýjum áfengistegundum bæði fyrir heimamarkað og til útflutnings gengu ekki eftir. Erlend markaðfærsla reyndist torsótt og samstarf við erlend fyrirtæki varð til þess að ÁTVR lenti í samkeppni við einkafyrirtæki um útflutning á íslenskum vodka. Þegar einkafyrir- tæki fengu leyfi til að framleiða áfengi var ÁTVR falið eftirlit með framleiðslu þeirra um tíma en fyrirtækið var stærsti viðskiptavinur innlendra áfengisframleið- enda. Framleiðsludeild ÁTVR var fyrsta ríkisfyrir- tækið sem var selt í einkavæðingarátaki ríkisstjórnar- innar á tíunda áratugnum. Íslenskt brennivín hafði þá verið framleidd allt frá 1935 til 1992. Innkaupareglur ÁTVR voru óskráðar og vöruval umdeilt. Með EES- samningnum 1994 var ÁTVR gert að leggja niður heildsölu á áfengi. Þá voru settar vinnureglur um vöruval og ágreiningsefnum um þátt ÁTVR í fram- leiðslu, útflutningi og innkaupum fækkaði. ÁTVR hafði nú fengið skýrara hlutverk en færri verkefni. Stefnumið um samfélagslega ábyrgð: Að forðast sölu á vöru sem ætla má að ýti undir neyslu yngri aldurshópa eða brjóti í bága við almennt velsæmi. Að tryggja að vörur uppfylli ákvæði almennra reglna um merkingar og innihalds- efni. Að tryggja að umbúðir vöru og áletranir uppfylli ákvæði áfengislaga. „Úr vöruvalsreglum nr. 481/2008 (5.maí 2008)“ 273

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==