Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

legt að stofnsetja nýjar verslanir á sama tíma og rætt væri um að leggja fyrirtækið niður. Þegar ljóst var að áfengissalan yrði áfram í höndum ríkisins, fór ÁTVR aftur að vinna að því að opna fleiri vínbúðir. Eftir 2000 voru flestar nýju vínbúðirnar í nágrannabyggð- um Reykjavíkur. Frá 2000 til 2010 fjölgaði vínbúðum um 15 og í árslok árið 2010 rak ÁTVR 50 vínbúðir. Árið 1987 voru tekin upp nokkur nýmæli í rekstri áfengisverslunarinnar. Gerður hafði verið kaupsamn- ingur á milli fjármálaráðuneytisins og Kringlunnar árið 1985 um opnun vínbúðar í Kringlunni, sem var fyrsta stóra verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Með þessu var verið að færa sölustað áfengis nær annarri verslun og þjónustu en tíðkast hafði. Vínbúðin í Kringlunni var mjög vel útbúin og strikamerkjakerfið sem þar var notað var það fyrsta sem tengdi saman sölu í verslun og stöðu í birgðastöð. Vínbúðin í Kringlunni var fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin með áfengi og veitti viðskipta- vininumraunverulegt valfrelsi til að skoða og handfjatla vörurnar. Áður hafði viðskiptavinurinn þurft að standa fyrir framan afgreiðsluborðið og stama upp erfiðum frönskum orðum, svo að stundum var lausnin bara að segja við afgreiðslumanninn: „Láttu mig hafa eitthvað gott hvítvín“. Neytendurnir gátu nú veitt stjórnendum aðhald með vali sínu á einstökum tegundum. Ásýnd áfengisverslananna var um þessar mundir að breytast úr einföldum verslunum í hliðargötum, þar sem afgreitt var yfir búðarborð, í íburðarmeiri verslanir, gjarnan á góðum stað í verslanamiðstöðv- um, með sérhönnuðum innréttingum. Þannig var ÁTVR að styrkja þjónustuhlutverk sitt með því að fegra vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og fjölga þeim á landsbyggðinni. Þá tók ÁTVR upp nýtt fyrir- komulag á sölu áfengis með því að hefja rekstur smá- verslana eða svokallaðra samstarfsverslana og var sú fyrsta stofnsett í Ólafsvík árið 1987. Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu Þegar vínbúðin í Kringlunni var opnuð í ágúst 1987 voru þrjár áfengisverslanir fyrir í Reykjavík, að Lindar- götu 46, Snorrabraut 56 og Laugarásvegi 1. Næsta nýja vínbúð var svo opnuð árið 1988 í verslunarkjarnanum í Mjódd. Þá var ekki lengur talin þörf fyrir útsöluna á Laugarásveginum og var henni lokað sama ár. Með tímanum þótti húsnæðið í Mjóddinni óhentugt þar sem erfitt var að koma vörum í verslunina og var hún flutt að Stekkjarbakka 6 við hlið Garðheima árið 2006. Vínbúðin í Kringlunni var ekki aðeins viðbót við þær áfengisútsölur sem fyrir voru heldur markaði hún að mörgu leyti tímamót í sögu áfengisverslunar. Auk þess að vera í miðri Kringlu var allt yfirbragð verslunarinnar glæsilegra en viðskiptavinir ÁTVR áttu að venjast. Styrkur fékkst úr Listskreytingasjóði ríkisins til að skreyta veggflöt í versluninni með lágmynd Steinunnar Marteinsdóttur. Verkinu valdi hún nafnið „Hlátur og grátur“, sem hæfði listaverki í áfengisútsölu. Verk Steinunnar markaði upphaf- myndlistarkynninga í húsakynnum ÁTVR, því að á næstu árum voru myndlistarsýningar stundum settar upp þegar nýjar vínbúðir voru opnaðar. Í Kringlunni voru haldnar nokkrar myndlistarsýningar í anddyri vínbúðarinnar, þar sýndu listamenn eins og Guðjón Bjarnason, sem opnaði sýningu í forsal verslunar- innar vorið 1990, Pétur Gautur sýndi ný málverk í anddyri verslunarinnar í júní árið 1996 og Guðrún Guðjónsdóttir sýndi olíumálverk; kyrralífsmyndir og óhlutbundin verk í apríl 2000. Kringlan og vínbúðin þar drógu þó ekki bara að sér listunnendur. Unglingar fóru að sækja í aukn- um mæli í Kringluna, gjarnan í öðrum tilgangi en að versla. Einar I. Halldórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar skrifaði lögreglustjóranum í Reykjavík bréf í janúar 1991 og kvartaði undan því að unglingar færu um húsið í hópum með háreysti og látum. Að mati framkvæmdastjórans virtist tilgangurinn með heimsóknum unglinganna helst vera að sýna sig og sjá aðra eða að reyna að kaupa eða láta kaupa fyrir sig áfengi. Framkvæmdastjórinn fór þess á leit að lög- reglan yrði með góða gæslu svo hægt væri að taka á þessu framferði unglinganna. Afrit af bréfinu var sent til Höskuldar Jónssonar sem kannaði málið og skrifaði lögreglustjóranum og segir það vera „skoðun þeirra verslunarstjóra ÁTVR 275

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==