Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

sem starfað hafa í Kringlunni að hópferðir unglinga þangað standi í engu sambandi við tilraunir til að kaupa áfengi. Þeir unglingar sem leita eftir kaupum á áfengi forðast yfirleitt að vera í hópum og liggja til þess augljós rök“ 1001 . Áfengisútsala var opnuð í ófullkomnu húsnæði að Stuðlahálsi 2 í Reykjavík, 1. mars 1989, sama dag og bjórinn kom í áfengisverslanir. Hún hlaut nafnið Heiðrún og varð strax langstærsta verslunin með mesta vöruúrvalið. Þar voru um 2200 vörutegundir á boðstólum í árslok 2007. Þröngt var orðið um áfengisverslunina á Snorra- brautinni og aðkoma að húsinu var ekki sérlega greið. Henni var því lokað árið 1990 þegar búið var að finna húsnæði fyrir nýja og rúmbetri verslun með nóg bílastæði. Mikligarður hafði verið stofnaður upp úr KRON og var stærsta verslun Miklagarðs stórmark- aður í Holtagörðum við Sund. Við hlið hans í Holta- görðum var opnuð áfengisverslun árið 1990 en henni var lokað 2007 og í stað hennar var opnuð ný vínbúð í Skeifunni. Þeir sem voru að gera stórinnkaup höfðu gjarnan verslað í Holtagörðum en fluttu sig nú yfir í Skeifuna. Húsnæði áfengisverslunarinnar að Lindargötu 46 var óhentugt og þröng aðkoma var að versluninni og taldi ÁTVR mjög erfitt að breyta henni í nútímalegt horf. Ákveðið var að loka henni og finna annað og betra húsnæði í miðbænum. Boð barst frá Reykja- víkurborg um að borgin myndi kaupa húseignina við Lindargötu ef tryggt yrði að ÁTVR héldi áfram versl- unarrekstri í miðbænum. Húsnæði í Austurstræti 10A var til sölu og þrátt fyrir erfiðleika við að flytja vörur að verslun í Austurstrætinu og fá bílastæði fyrir viðskiptavini var enginn betri kostur í boði. Ný áfengisútsala var opnuð þar árið 1992. Vínbúðin í Kringlunni opnaði 13. ágúst 1987. Lág- mynd Steinunnar Marteins- dóttur, Hlátur og grátur, nýtískulegar innréttingar og sjálfsafgreiðsla í rúmgóðri verslun gerðu yfirbragð hennar glæsilegt. Geit sú er Heiðrún heitir stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés þess er nafnfrægt er og Læraður heitir. En úr spenum hennar rennur mjöður sá er hún fyllir skapker hvern dag. Það er svo mikið að allir Einherjar verða full drukknir af. Edda Snorra Sturlusonar . Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík, Mál og menning, 1984. 276

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==