Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður skrifaði öðru hvoru pistla í Morgunblaðið um áfengi og þá sér- staklega um vín og í grein 29. apríl 1990 kallaði hann eftir meiri þjónustu þar sem hann skrifar ,,ÁTVR reynir ekki að hjálpa viðskiptavinum sínum að feta í gegnum þann frumskóg, sem vínmarkaðurinn er, með útgáfu kynningar- og leiðbeiningabæklinga, líkt og áfengisverslanir á hinum Norðurlöndunum gera þar sem ríkið hefur einnig einkasölu á áfengi“. 1028 Höskuldur Jónsson svaraði þessari gagnrýni í bréfi til ritstjóra Morgunblaðsins . 1029 Í svarinu bendir hann á að Vínkverið hafi einmitt komið út árið áður. Auk þess hafi ÁTVR breytt verðskrá sinni verulega með því að tilgreina, auk nafna á vínum og verðs, hérað og framleiðenda eða seljanda, styrkleika og aukaefni. Þá hafi ÁTVR nýlega gefið út sérstaka verðskrá um vín á svokölluðum sérlista en þau voru eingöngu fáanleg í vínbúðinni í Mjóddinni. Í lok bréfsins boðar Höskuldur að innan skamms muni ÁTVR geta boðið veitingamönnum og fréttamönnum sem um vín skrifa að kynnast nýjungum í vínúrvali um leið og vín verða sett á markað og verði sú kynning í formi vín- smökkunar. Með þessu stefndi ÁTVR að því að leggja aukna áherslu á kynningu vína, í fyrstu til fagmanna en seinna var meiri áhersla lögð á vínkynningar fyrir neytendur. Árið 1998 hafði Morgunblaðið uppi áform um sérstakt netblað um mat og vín. Blaðið bauðst til þess að að taka myndir af flöskum til nota fyrir ÁTVR gegn því að geta sótt upplýsingar á heimasíðu ÁTVR og nýtt þær á sínum vef. Þessari hugmynd var hafnað af ÁTVR. Afgreiðslufólk verður að vínsérfræðingum Samfara því að ÁTVR breyttist úr afgreiðslufyrirtæki í þjónustufyrirtæki var farið að gera meiri kröfur til starfsfólks í verslunum ÁTVR. Þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla í vínbúðinni í Kringlunni urðu miklar breytingar á starfsumhverfi starfsfólksins. Viðskipta- vinurinn fékk nú tækifæri til þess að handfjatla og skoða vöruna áður en kaup voru gerð. Þekkt er að við- skiptavinurinn dvelur lengur í sjálfsafgreiðsluverslun en þar sem afgreitt er yfir búðarborð. Sjálfsafgreiðslan gerði meiri kröfur til starfsfólks, sem þurfti að vera viðbúið spurningum viðskiptavinarins. Eldra starfs- fólk og nýir starfsmenn höfðu sjaldan mikla sérþekk- ingu á einstöku áfengistegundum. Augljóst var því að ÁTVR varð sjálft af þjálfa starfsfólkið og standa fyrir símenntun. Yfirlit Fáar vínbúðir voru í landinu allt fram til 1990 en eftir það fjölgaði þeim. Í fyrstu var lögð áhersla á að opna fleiri vínbúðir á landsbyggðinni og síðan í bæjunum kringum höfuðborgina. Með því að koma á fót smáverslunum var hægt að opna litlar vínbúðir á fámennari stöðum. Yfirbragð og heildarsvipur vín- búða breyttist þegar staðlaðar innréttingar voru settar upp. Starfsfólk fékk sérstaka þjálfun í vínfræðum til að geta veitt viðskiptavinunum betri þjónustu. Ekki voru lengur gerðar kröfur um staðgreiðslu og við- skipti með greiðslukort tekin upp og afgreiðslutíminn lengdur. Vínbúðirnar höfðu færst nær annarri verslun hvað snerti staðsetningu í verslunarkjörnum og aðra verslunarhætti. Fyrirtækið lagði æ meiri áherslu á að kynna sig sem þjónustufyrirtæki sem ræki keðju verslana með viðkvæma vöru. 290

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==