Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

20. Stjórnun og starfsfólk ÁTVR hefur alltaf heyrt undir fjármálaráðuneytið og starfsfólkið verið ríkisstarfsmenn. Sömu lög og reglur hafa því gilt um ÁTVR og um önnur ríkisfyr- irtæki. Með því að setja ÁTVR undir fjármálaráðu- neytið var verið að leggja áherslu á hlutverk ÁTVR sem skattheimtustofnunar, þótt ákvæði áfengislaga giltu um starfsemi fyrirtækisins. Hlutverk ÁTVR og starfsemi var lýst í áfengislögum nr. 82/1969 og í lögum um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63/1969 og í reglugerðum um sömu málefni. Samkvæmt lögunum annaðist ÁTVR innflutning, innkaup á vínanda, áfengi og tóbaki og dreifingu þessara vara undir yfirstjórn fjármálaráðherra. Allt áfengi sem ÁTVR lét af hendi skyldi merkt innsigli hennar. Áfengið mátti aðeins afhenda gegn stað- greiðslu. Fjármálaráðherra ákvað útsöluverð áfengis og tóbaks á hverjum tíma og skyldi verð á hverri vöru fyrir sig vera það sama hvar sem var á landinu. Á tíunda ártugnum voru sett ný lög um gjald af áfengi og tóbaki nr. 96/1995 og ný áfengislög nr. 75/1998. Þá höfðu verið sett lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996. Með nýjum lögum tók starfsemi og stjórnskipulag ÁTVR miklum breyt- ingum og samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skyldi fjármálaráðherra nú skipa forstjóra ÁTVR eins og annarra ríkisstofnana til fimm ára í senn, en forstjóri ráða aðra starfsmenn. Áður hafði ráðherra með höndum ráðningu allra starfsmanna. Höskuldur Jónsson, sem verið hafði ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var forstjóri frá 1986 til 2005, en árið 1985 var ráðinn aðstoðar- forstjóri, Þór Oddgeirsson, löggiltur endurskoðandi, sem starfaði til ársloka 2000. Þegar Höskuldur lét af störfum 2005, tók Ívar J. Arndal við starfi forstjóra en hann hafði áður verið aðstoðarforstjóri. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og MPA, var þá ráðin aðstoðarforstjóri. Nýjungar í rekstri Á níunda áratugnum urðu miklar breytingar á starf- semi ÁTVR. Um leið og Höskuldur Jónsson tók við starfi forstjóra ÁTVR árið 1986 réðist hann í endur- skipulagningu stofnunarinnar og tók upp ýmsar nýj- ungar í rekstri. Segja má að á árunum 1989 til 1992 hafi starfsemi ÁTVR verið mest og fjölþættust. Bjórinn var kominn í sölu, sem leiddi til aukinna umsvifa, framleiðslu- og iðnaðardeildirnar voru í fullum rekstri og áfengis- heildsalan var enn í höndum ÁTVR. Skipurit ÁTVR frá 1991 sýnir hin fjölbreyttu verkefni fyrirtækisins: framleiðslu á áfengum drykkjum, birgðahald og dreifingu á áfengi til vínbúða, rekstur vínbúða, inn- kaup, innflutning, heildsölu og dreifingu á tóbaki og framleiðslu á neftóbaki. Seinna var deildunum fækkað í fjórar: fjárhags- og rekstrardeild, aðfangadeild, sölu- og skýrsluvinnslu- deild og framleiðslu- og tæknideild. Sjá skipurit á bls. 292. Yfirmenn deilda höfðu flestir langa starfsreynslu hjá ÁTVR og höfðu fengið framgang í stjórnunar- stöður vegna starfsreynslu og hæfni. Sérstakur versl- unarstjóri var yfirmaður hverrar áfengisútsölu og í þeim stærri hafði hann aðstoðarverslunarstjóra sér við hlið. Verslunarstjórarnir báru lengi vel fjárhags- lega ábyrgð, þeir þurftu að standa skil á andvirði alls áfengis sem selt var í verslunum þeirra og báru því kostnað af rýrnun. Ef vörur hurfu úr verslun, Höskuldur Jónsson (f. 1937) var forstjóri ÁTVR frá 1986 til 2005. Höskuldur hafði áður unnið hjá fjár- málaráðuneytinu og síðast sem ráðuneytisstjóri. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, auk náms í þjóð- félagsfræðum. Höskuldur er þekktur sem mikill áhugamaður um útiveru og fjallamennsku og var forseti Ferðafélags Íslands frá 1985 til 1994. 291

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==