Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

verslun hefur alltaf verið mjög mikil. Árið 2005 hafði Samstarfsráð um forvarnir gert svipaða könnun og samkvæmt henni voru 59% fylgjandi því að selja bjór og vín í matvöruverslunum. 1110 Í þeirri könnun voru 35% fylgjandi því að selja allt áfengi þ.e. bjór, létt vín og sterkt áfengi í matvöruverslunum, sem er miklu hærra hlutfall en hefur mælst í öðrum könnunum. 1111 Athyglisvert er að í könnuninni sem gerð var 2009 voru fleiri en í fyrri könnunum sem ekki tóku skýra afstöðu. Þetta má túlka þannig að viðhorf fólks til áfengisverslunarinnar séu að breytast. Stuðningur almennings við núverandi fyrirkomulag áfengissölu virðist því frekar hafa vaxið á síðustu árum. Þessar breytingar á viðhorfum til ríkissölu með áfengi eru mjög í samræmi við breytta afstöðu almennings í Skandinavíu. 1112 Í könnunum frá Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi, sem öll eru með áfengis- einkasölur, kom í ljós að andstaða við einkasöluna óx á níunda áratugnum en hefur síðan staðið í stað eða jafnvel minnkað. Mikill meirihluti er fyrir því að sterkt áfengi sé selt í verslunum reknum af ríkinu, en skiptari skoðanir eru um hvar eigi að selja bjór og létt vín. 1113 Bæði í Finnlandi og í Noregi er bjór seldur í matvöruverslunum. Alvarleg hneykslismál sem komu upp í tengslum við áfengiseinkasölurnar í Noregi og Svíþjóð, Vinmo- nopolet og Systembolaget, á árunum 2003–2005 virðast því ekki hafa haft varanleg áhrif á viðhorf almennings. Starfsmenn Vinmomopolet í Noregi voru staðnir að því að þiggja greiðslur frá birgjum og var þeim sagt upp í kjölfarið. Málin voru svo alvarleg að forstjóri Vinmonopolet varð að segja af sér. Sys- tembolaget vísaði málum 92 starfsmanna sinna til lögreglu vegna mútugreiðslna og spillingar. Á móti kom svo að í Noregi kom upp svokallað metanól- mál þegar um 20 manns létust eftir að hafa drukkið smyglað áfengi. Svo hörmulegur atburður leiddi til mikillar umræðu um mikilvægi gæðaeftirlits og jók mjög traust á opinberu áfengissölufyrirtæki. ÁTVR hefur ekki lent í neinum sambærilegum hremm- ingum og einkasölurnar í Noregi og Svíþjóð. Meiri áhersla á þjónustu við viðskiptavinina virðist hafa haft veruleg áhrif á breytt viðhorf til fyrirtækisins. Almennt séð var meirihluti aðspurðra ánægður með vöruúrval í verslunum en á síðustu árum hefur þó orðið breyting á og fólk er ekki alveg eins sátt við vöruúrvalið og áður. Sama má segja um þjónustu og þekkingu starfsfólks, með það er almenn ánægja en fer þó aðeins minnkandi. Góð sátt virtist vera með staðsetningu verslana. Fólk var ánægt með afgreiðslu- tímann árið 1996. Seinna var hann lengdur og árið 2003 voru enn fleiri sáttir við hann og ánægjan jókst enn 2009 eftir að afgreiðslutíminn var lengdur enn frekar. Viðskiptavinirnir hafa því kunnað að meta lengri afgreiðslutíma. Viðhorf til áfengisverslunar 1996 2003 2009 Viðhorf til fyrirkomulags áfengissölu mjög, frekar ánægður 49% 61% 59% hvorki né 15% 15% 20% frekar, mjög óánægður 36% 24% 21% Viðhorf til sölu á bjór og léttu víni í öðrum verslunum mjög fylgjandi 54% 53% 47% hvorki né 3% 5% 10% frekar, mjög andvígur 44% 42% 43% Viðhorf til sölu á bjór, léttu víni og sterku áfengi í matvöruverslunum mjög fylgjandi 15% 14% hvorki né 2% 11% frekar, mjög andvígur 83% 75%] Skoðanakannanir Capacent Gallup gerðar fyrir ÁTVR, 1996, 2003 og 2009. 325

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==