Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

23. Sala, innkaup og verðlagning Vaxandi sala Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk bötnuðu lífskjör almennings í Vestur-Evrópu og í kjölfarið jókst sala á öllum neysluvarningi. Áfengi var þar engin undan- tekning, einkum í löndum þar sem áfengir drykkir voru taldir munaðarvara og skattlagðir samkvæmt því. Hér á landi óx áfengissalan hins vegar mjög hægt á seinni hluta tuttugustu aldarinnar og var lengi sú minnsta í Evrópu. Til að auðvelda samanburð á milli landa er venju- lega notuð sú regla að bera saman áfengisneyslu umreiknaða í hreinan vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. Hagstofa Íslands hefur safnað tölulegu efni um áfengissölu allt frá árinu 1881 og til 2007. Hagstofan byggði tölur sínar á sölu ÁTVR og sölu leyfishafa til veitingahúsa, hótela, sendiráða og kynninga innan- lands en sala í Fríhöfninni var ekki meðtalin. Þessar upplýsingar komast næst því að ná yfir heildarneyslu áfengis í landinu. Upplýsingar um áfengisneyslu á íbúa eru því til allt frá 1881 og fram til 2007, og á íbúa 15 ára og eldri frá 1931 og til 2007. Árið 2007 hætti Hagstofan að safna þessum upplýsingum með þeim rökum að það væri ekki lögbundið hlutverk Hagstofunnar að safna tölulegu efni um áfengissölu. Árið 1950 var áfengisneyslan á íbúa 15 ára og eldri aðeins 2 lítrar og salan náði ekki þremur lítrum fyrr en árið 1965. Næstu ár varð söluaukningin hraðari og náði hámarki árið 1974 þegar hún komst í 4,3 lítra en síðan var hún nokkuð stöðug allt þar til bjórinn kom í sölu. Búast hefði mátt við því að áfengissalan ykist á sjö- unda og áttunda áratugnum því að konur voru í vax- andi mæli farnar að neyta áfengis og yngra fólk drakk meira áfengi en kynslóðirnar á undan. Þvert á þessa spá óx sala á áfengi lítið sem ekkert þar til bjórinn kom. Tvennt kom þar einkum til. Strangar áfengis- varnir höfðu enn nokkurn stuðning í samfélaginu og vínbúðum fjölgaði lítið þannig að aðgengi að áfengi jókst hægt. Þá varð mikil vakning í samfélaginu með stofnun SÁÁ árið 1977, þar sem margir félagar nýttu sér reynslu af meðferð á Freeportsjúkrahúsinu í New York-fylki til þess að koma á fót áfengismeðferð hér á landi. Þegar aðgengi að meðferð óx svona skyndilega fóru margir stórdrykkjumenn í meðferð og hættu að drekka, sumir fyrir fullt og allt en aðrir tímabundið. Umfang meðferðarinnar kemur hvað best fram í ljósi þess að árið 1985 höfðu 10% karla á aldrinum 40 til 49 ára farið í áfengismeðferð. 1118 Þannig er líklegt að það hafi hægt á heildarsölu áfengis að hátt hlut- fall þeirra sem mest höfðu notað áfengi hurfu úr neytendahópnum á nokkrum árum. Þótt nýir neyt- endur kæmu í staðinn voru þeir að jafnaði ekki jafn stórtækir í neyslunni. Þegar bjórinn kom urðu straumhvörf í áfengis- sölu sem jókst úr 4,5 í 5,5 lítra á milli áranna 1988 og 1989. Í kjölfar efnahagslægðar í upphafi tíunda áratugarins, minni kaupmáttar og eftir að nýjabrumið var farið af bjórnum, minnkaði áfengissalan aftur og árið 1993 var hún orðin svipuð og fyrir bjór, eða 4,5 lítrar. Með batnandi efnahag breyttist þetta og í upp- sveiflunni jókst áfengissala á hverju ári allt fram til 2007 þegar hún varð mest 7,5 lítrar. Í kjölfar hruns- ins árið 2008 dróst áfengissalan svo saman. Allt frá 1950 hefur áfengissalan fylgt þróun ráðstöfunartekna heimilanna. 1119 328

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==