Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

í ólíkum menningarsamfélögum og kostar samfé- lagið lítið. Bókin vakti mikla athygli og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Lýðheilsustöð hefur dreift útdrætti úr henni og hann er að finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar undir heitinu „Áfengi – engin venjuleg neysluvara“. 1116 Önnur útgáfa af bók Babors kom út árið 2010 og þar var að finna enn fleiri og nýrri rannsóknir á áhrifum þess að beita sköttum og reglum um aðgengi að áfengi, ásamt nýjum upplýs- ingum um markaðsfærslu áfengra drykkja. 1117 Rann- sóknir á ríkisrekinni áfengissölu hafa styrkt mjög stöðu einkasölu áfengis þar sem allar þessar rann- sóknir hafa sýnt að þeim þjóðum sem hafa ríkis- rekna áfengissölu gengur betur en öðrum að hamla gegn tjóni af völdum áfengis. Yfirlit Reglulegar kannanir á áfengisneyslu Íslendinga sem hófust í byrjun áttunda áratugarins sýndu að neyt- endum áfengis fór fjölgandi. Breiðari aldurshópur en áður neytti áfengis og konur fóru að neyta áfengis í vaxandi mæli. Neyslumynstrið var að breytast og fólk fór að drekka létt vín með mat og neyta áfengis við æ fleiri tækifæri en áður. ÁTVR sætti töluverðri gagnrýni frá þeim sem vildu afnema ríkisrekstur og vínpistlahöfundum sem fundu að vöruvali og flóknu reynslukerfi á nýjum víntegundum. ÁTVR mætti þessari gagnrýni með markvissara vöruvali, meiri þjónustu í vínbúðunum og lengri afgreiðslutíma. Skoðanakannanir sýndu að viðskiptavinirnir kunnu vel að meta þessar nýju áherslur og í kjölfarið breytt- ust viðhorfin til ÁTVR og fylgi almennings við fyrir- komulag áfengisverslunarinnar jókst. 327

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==