Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Verðlagning á áfengi Söluverð áfengis er myndað af innkaupsverði, skött- um og álagningu. Skattarnir eru áfengisgjald, virðis- aukaskattur og skilagjald. Með EES-samningnum var einkaleyfi á innflutningi áfengis fellt niður en í staðinn voru sett lög (nr. 96/1995) um sérstakt gjald á áfengi og tóbak sem innheimt er í tolli og greitt í ríkissjóð. Innflytjendur greiða gjaldið við innflutning og selja ÁTVR áfengið með áfengisgjaldinu inniföldu. Áður hafði gjald á áfengi verið vörugjald og hluti af álagningu ÁTVR og því háð ákvörðun fjármálaráð- herra á hverjum tíma. Nýmæli var að áfengisgjaldið varð magngjald, þ.e. visst gjald á hvern sentilítra af hreinum vínanda, en áður hafði verið verðgjald sem miðaðist við innkaupsverð. Áfengisgjaldið er breyti- legt eftir vínandamagni og með því að hafa gjaldið á sterku drykkjunum hærra en á þeim veikari er verið að stýra neyslunni. Fjölmargar rannsóknir á áfengis- neyslu hafa sýnt að verðlag er öflugasta tækið sem stjórnvöld hafa til að stýra áfengisneyslu. 1137 Oft er litið á áfengisgjaldið sem eins konar mengunargjald og því ætlað að mæta kostnaði ríkisins af tjóni sem áfengisneysla veldur. Í fyrstu var áfengisgjaldið 58,70 kr. og lagðist á hvern sentilítra af vínanda umfram 2,25 sentilítra í bjór og víni, en á allan vínanda þegar um sterkt áfengi er að ræða. Áfengisgjald á sterku áfengi lækkaði 1998 en gjaldi af bjór og léttum vínum var haldið óbreyttu til 2008. Gjald á sterkt áfengi var lækkað lítillega árið 1998 en hefur síðan farið hækkandi. Frá því áfengisgjald var tekið upp og fram til ársloka 2008 hafði það hækkað að nafnvirði um 14% á bjór, 2% á léttu víni en 37% á sterku áfengi, en vísitala neysluverðs hafði hækkað um 91% á sama tíma. 1138 Áfengisverð hafði því lækkað töluvert að raungildi á þessum árum. Frá desember 2008 til janúar 2010 hækkaði áfengisgjaldið þrisvar sinnum. Þessar hækkanir voru taldar nauðsynlegar til þess að afla ríkinu aukinna tekna vegna slæmrar afkomu í kjölfar hrunsins. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa beitt áfengis- gjaldinu sem áfengispólitísku tæki til þess að stýra áfengisneyslu og hamla gegn því að landsmenn kaupi mikið magn af áfengi í öðru landi þar sem það er ódýrara og flytji með sér heim. Á Norðurlöndum var áfengisgjaldið lækkað mikið þegar ferðamönnum var heimilað að flytja nánast ótakmarkað áfengi milli landa innan ESB. Til þess að bregðast við þessari sam- keppni lækkuðu Svíar skatta á bjór um 39% árið 1997 og á víni um 19% árið 2001. Finnland lækkaði skatt á víni og fleiri tegundum um 17% árið 1998. Nokkr- um árum síðar lækkuðu bæði Danmörk og Finn- land áfengisskattana allverulega. Danmörk lækkaði áfengisskatt á sterku áfengi um 45% í október 2003 og Finnland lækkaði áfengisskatt á öllum tegundum um rúmlega 33% í mars 2004. Þetta var gert til að draga úr verðmun á áfengi í heimalandi og áfengi sem ferðamenn máttu taka með sér inn í landið sam- kvæmt reglum ESB. Danirnir keyptu ódýrara áfengi í Þýskalandi og þegar Eistland var komið inn í ESB fóru Finnar þangað til áfengiskaupa. Jafnvel Noregur, sem ekki er í ESB, lækkaði skatt á sterku áfengi um 15% árið 2002 og aftur um 9% árið 2003 til þess að draga úr áfengiskaupum Norðmanna í Svíþjóð. Þannig hafa áfengisskattar farið lækkandi í löndum þar sem þeir voru háir. Vegna mikillar aukningar á áfengisneyslu í Finnlandi voru áfengisskattarnir hækkaðir aftur um 15% á sterku áfengi og 10% á bjór og víni árið 2008. Í öðrum löndum eru hækkanir á áfengissköttum markvisst notaðar til þess að draga úr áfengisneyslu. Hér á landi hafa hækkanir á áfengisgjaldi ávallt verið rökstuddar með því að markmiðið sé að afla ríkissjóði aukinna tekna. Samsetning verðs á áfengi hefur breyst umtalsvert frá því að áfengisgjaldið var tekið upp í kjölfar EES- samningsins 1995 og til ársins 2010. Þrátt fyrir hækkanir á áfengisgjaldinu hefur hlut- fall skatta (þ.e. áfengisgjalds, virðisaukaskatts og skila- gjalds) af smásöluverði áfengis lækkað. Aftur á móti hefur innkaupsverð frá birgjum hækkað en það ræðst af því hversu hagkvæm innkaup birgja eru, álagningu þeirra og gengi íslensku krónunnar. Árið 2008 var lögum um verslun ríkisins með 338

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==