Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

áfengi og tóbak breytt. Tilefnið var álit umboðs- manns Alþingis um að styrkja þyrfti lagastoðir um álagningu ÁTVR. Lögfest var að álagning á sterkt áfengi skuli vera 12% en 18% á létt vín og bjór og leggst álagningin á verð vöru að viðbættum öllum gjöldum nema virðisaukaskatti. Þá var bætt inn heimild til þess að leggja sérstakt gjald á reynslu- vörur. Álagning ÁTVR sem hlutfall af smásöluverði hefur hækkað á bjór og vodka og lítillega á rauðvíni frá 1996 til 2010. Eins og löggjafinn ætlast til hefur áfengisskatt- urinn mest áhrif á endanlegt söluverð, sérstaklega á sterku áfengi eins og vodka. Þegar litið er til lengri tíma hefur raunverð áfengis farið lækkandi, mest á léttum vínum, sem er sama þróun og í mörgum grannlöndunum. 1139 Verð á íslensku Brennivíni hækkaði þegar áfengisgjaldið var tekið upp. Sterkt áfengi fylgdi neysluverðsvísitölunni nokkurn veginn frá 1995 til 1998 en á sama tíma lækkaði verð á léttum vínum. Frá 1998 og fram til ársins 2007 lækkaði meðalsöluverð á áfengi jafnt og þétt en hækkaði síðan næstu árin. Þótt verð á bjór og léttu víni hafi hækkað frá 2007 var verð þessara drykkja samt lægra en árið 1995 miðað við neyslu- verðsvísitölu. Ástæður þess að raunverð áfengis lækkaði frá 1995 eru að áfengisskattar voru ekki hækkaðir í takt við verðbólgu. Áfengi virðist lúta sömu lögmálum og aðrar vörur, salan eykst þegar þær lækka í verði en dregst saman ef varan hækkar. Verðlag hefur líka áhrif á hvaða tegundir eru drukknar og hversu mikið magn fólk drekkur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að verðhækkanir á áfengi draga úr neyslu unglinga og stórdrykkjufólks. 1140 Athyglisvert er þó að bjór virðist hafa minni verðteygni en létt vín og sterkt áfengi af ástæðum sem ekki eru vel skýrðar. 1141 Verðteygni er hugtak úr hagfræði og sýnir hvernig eftirspurn breyt- ist við verðbreytingar. Þannig virðast verðbreytingar á bjór hafa lítil áhrif á bjórsölu í löndum þar sem mestallt áfengi er drukkið í formi bjórs. Í þessum Þróun neysluverðsvísitölu og meðalsöluverð á áfengi neysluverðsvísitala 1999 2000 2002 2003 2004 2005 2006 2001 2007 2008 1995 1996 1998 1997 200 190 180 170 160 150 140 130 120 110 100 90 80 70 Neysluverðsvísitala Léttvín sterkt vín Bjór 339

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==