VR Blaðið I 01 2020

10 VR BLAÐIÐ 01 2020 AUKIN ÁSÓKN Í TRÚNAÐARMANNSSTARFIÐ Mikill áhugi hefur verið á trúnaðarmannsstarfinu undanfarnar vikur og mánuði. Ekki er alveg ljóst hvað veldur en þó er ekki erfitt að ímynda sér að hluti skýringarinnar gæti verið stór verkefni á borð við styttingu vinnuvikunnar, þar sem gott og jafnvel nauðsynlegt er að hafa virkan trúnaðarmann á vinnustaðnum. EN AF HVERJU ÆTTU STARFSMENN AÐ KJÓSA SÉR TRÚNAÐARMANN Á SÍNUMVINNUSTAÐ? Að vera með trúnaðarmann á vinnustaðnum er mikilvægt bæði fyrir félagsmenn stéttarfélagsins á vinnustaðnum og fyrir stjórn og starfs- menn stéttarfélagsins. Að vera með trúnaðarmann á vinnustaðnum er eins og að vera með nokkurs konar útibú frá VR á staðnum. Trúnaðar- maðurinn á fyrst og fremst að gæta þess að á vinnustaðnum séu kjara- samningar og lög virt. Eins og sagt er í 3. mgr. 9. gr. laga um rétt- indi stéttarfélaga og afstöðu þeirra til atvinnurekenda nr. 80/1938: „Trúnaðarmaður skal gæta þess, að gerðir vinnusamningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkamanna.“ Tilvísun í borgaralegan rétt þýðir að starfsmenn geta leitað til trúnaðar- mannsins með ýmis málefni er varða vinnustaðinn, líðan þeirra þar eða aðbúnað. Þessum upplýsingum kemur trúnaðarmaðurinn nafnlaust á framfæri við stjórnendur vinnustaðarins svo ekki sé hægt að bendla ábendinguna við ákveðinn starfsmann eða starfsmenn. Trúnaðarmann- inum ber síðan skylda til að koma svari eða upplýsingum við fyrsta tækifæri til þeirra sem til hans leituðu. Trúnaðarmaðurinn hefur einn- ig greiðan aðgang að starfsmönnum og stjórn VR og getur því komið ábendingum um gerð kjarasamninga greiðlega á framfæri frá sínum samstarfsmönnum. Trúnaðarmaður fær upplýsingar um það sem á sér stað hjá stéttarfélag- inu og miðlar því áfram til samstarfsmanna þannig að starfsmenn á TRÚNAÐAR- MENN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==