VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 11 vinnustöðum með virkan trúnaðarmann eru oft mun betur upplýstir um það sem er að gerast en fyrirtæki sem ekki eru með trúnaðarmann. Þetta er mjög mikilvægt, sér í lagi þegar kjarasamningsviðræður eiga sér stað. Ávinningur starfsmanna af því að vera með trúnaðarmann eru því talsverðir. AF HVERJU ÆTTI EINHVER AÐ BJÓÐA SIG FRAM TIL TRÚNAÐARMANNASTARFA? Trúnaðarmannastarfið er fyrir alla þá sem er annt um samstarfsmenn sína. Sá sem hefur áhuga á þessu starfi en telur sig ekki hafa þekkingu á því eða á kjarasamningum og býður sig þar af leiðandi ekki fram þarf ekki að hafa áhyggjur. Það að hafa áhuga er mjög góð byrjun. VR er með öfluga fræðslu sem nýtist trúnaðarmanninum í störfum hans. Til að mynda ítarlega fræðslu um kjarasamninginn, námskeið um samskipta- færni og námskeið um trúnaðarmannastarfið svo eitthvað sé nefnt. Verkefni trúnaðarmannsins eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að svara spurningum um kaffitíma, koma ábendingum til stéttarfélagsins um atriði fyrir kröfugerð vegna kjarasamninga, koma ábendingum eða kvörtunum á framfæri við atvinnurekanda, kynna fyrir samstarfsmönn- um kynningarefni og skilaboð frá VR, veita upplýsingar um kjarasamn- inga, réttindi og skyldur og aðstoða við að koma málum í réttan farveg. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi. Ef upp kemur ágreiningur er trúnaðarmaður ekki dómari en honum ber skylda til að hlusta á alla sem að málinu koma og kemur upplýs- ingum til atvinnurekanda varðandi úrlausn málsins. Þá hefur trúnaðar- maðurinn aðgang að sérfræðingum á kjaramálasviði VR sem í flóknum málum taka við boltanum sé þess óskað. Trúnaðarmaðurinn er hlutlaus þriðji aðili og á ekki að taka afstöðu í deilumálum. Trúnaðarmaðurinn er ekki einn þar sem hann hefur aðgang að öflugu tengslaneti trúnaðar- manna á netinu. Jafnframt hefur trúnaðarmaðurinn aðgang að starfs- mönnum stéttarfélagsins á opnunartíma. Ef trúnaðarmaður þarf að beita sér í málum fyrir hönd sinna samstarfs- manna þarf hann ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu því hann nýtur verndar gegn uppsögn þar sem óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna skv. 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Trúnaðarmaðurinn á ekki á nokkurn hátt að gjalda þess að gegna trúnaðarmannastörfum fyrir hönd stéttarfélagsins. Þá er gott að hafa í huga að í kjarasamningi segir að starfsmönnum sé heimilt að kjósa trúnaðarmann á hverjum vinnustað með fimm eða fleiri starfsmenn. Ef starfsmenn eru fleiri en 50 er heimilt að kjósa tvo trúnaðarmenn. Nánari upplýsingar er að finna á vr.is Virðing Réttlæti Ef trúnaðarmaður þarf að beita sér í málum fyrir hönd sinna samstarfsmanna þarf hann ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu því hann nýtur verndar gegn uppsögn. TRÚNAÐAR- MENN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==