VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 13 Nánari upplýsingar og skráning á vr.is TRÚNAÐARMAÐURINN – HLUTVERK OG ERFIÐU MÁLIN 25. mars kl. 9:00-12:00 Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnumVR Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk trúnaðarmannsins, hvernig hægt er að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart vinnuveitanda og starfsmönnum. Trúnaðarmönnum gefst kostur á því að taka þátt í umræðum og geta komið með mál sem þeir eru að glíma við en ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust starfsmanna á yfirmann, kynferðisleg áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir og ágreiningur samstarfsmanna. Eyþór Eðvarðsson er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. HÁDEGISVERÐURMEÐNÝJUM TRÚNAÐARMÖNNUM 21. apríl kl. 12:00-13:00 Leiðbeinandi: Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnumVR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýjum trúnaðar- mönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR, mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Þá mun Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, koma inn á fundinn og svara spurningum tengdum kjaramálum. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunar- innar. Léttur hádegisverður í boði. NÁMSKEIÐ FYRIR TRÚNAÐARMENN Öll námskeið fyrir trúnaðarmenn eru haldin í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Athugið að námskeiðin eru aðeins ætluð trúnaðarmönnum VR. TRÚNAÐAR- MENN Í febrúar höfðu rúmlega 3000 manns tekið sjálfspróf VR í stafrænni hæfni frá því það opnaði í nóvember! Ert þú búin/n að taka prófið? Kynntu þér málið nánar á stafraenhaefni.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==