VR Blaðið I 01 2020

14 VR BLAÐIÐ 01 2020 Fyrsti hópurinn í Fagnámi í verslun og þjónustu hóf nýlega nám í Verzlunarskóla Íslands. Þátttakendur hafa allir víðtæka reynslu af verslunarstörfum og starfa hjá Lyfju, Samkaup og Húsasmiðjunni. Þessi fyrirtæki eru samtarfsaðilar og hafa tekið þátt í að móta námið. Samtals tuttugu manns eru í hópnum og er hluti af þeim á landsbyggðinni. Námið er fjarnám svo að nemendur geta sinnt því þar sem þeim hentar. „ÞÚ GETUR ALDREI TAPAÐ Á ÞVÍ AÐ FARA Í NÁM“ Raunfærnimat fyrir bóklega hlutann stendur nú yfir, en allir nemendur fengu einingar metnar inn í vinnustaðanámshluta námsins. Námið er alls 90 einingar, 60 í bóknámi og 30 í starfsnámi. Námið, sem er á framhaldsskólastigi, er dæmi um árangursríka samvinnu formlega og óformlega menntakerfisins við öflug fyrirtæki í verslun og mjög ánægjulegt að það skuli nú orðið að veruleika. Fjölmargir koma að náminu og má þar nefna VR, SVÞ, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), Mími og Verzlunarskólann auk þriggja fyrirtækja í verslun: Samkaup, Lyfju og Húsasmiðjuna. VR blaðið tók mannauðs- og fræðslustjóra samstarfsfyrirtækjanna þriggja tali og forvitnaðist um hvernig þeim leist á námið og raunfærnimatið. HVERS VEGNA TÓKU YKKAR FYRIRTÆKI ÞÁTT Í ÞRÓUNARVERKEFNINU UM FAGNÁM OG RAUNFÆRNIMAT Í VERSLUN? Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju: Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á fræðslu og starfsþróun og var því umhugað um að bæta þessu inn fyrir fólkið hjá okkur. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Samkaupa: Við leggjum mikið upp úr fræðslu og menntun starfsfólks og því passaði námið inn í þá framtíðarsýn sem við höfum á aukna þekkingu og menntun starfs- fólks. Ásamt því þá lítum á þetta sem samfélagslegt verkefni og hluta af því að stuðla að frekari viðurkenningu á námi sem er í gangi í verslun. Anna Bragadóttir, fræðslustjóri Húsasmiðjunnar: Við hjá Húsasmiðj- unni þekkjum gamla Verslunarfagnámið og fannst þetta því spennandi verkefni. En svo hvatti forstjórinn okkur líka til að taka þátt. Gunnur: Það er mikilvægt að starfsfólkið fái möguleika á starfsþróun og tækifæri til að efla virði starfsins. Með tilkomu námsins er starfinu gert hærra undir höfði og veitir einstaklingum sterkari möguleika á starfsframa í verslun. Svava: Einmitt, við viljum fá fleiri starfsmenn til starfa sem horfa á starf í verslun sem framtíðarstarf fremur en stutt stopp, til dæmis á milli skólastiga. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt og gefur okkur tækifæri til að gera meiri kröfur og þá einnig möguleika á að greiða hærri laun. Gunnur: Það er jákvætt fyrir fyrirtæki að taka þátt, efla tengslin og samfélagssjónarmiðið er mikilvægt. Einnig er gaman að sjá ólíka geira sameinast. Svava: Ég tek undir þetta. Þrátt fyrir að við séum frá ólíkum fyrirtækjum þá eru það sömu þættir sem skipta máli hjá okkur öllum, þ.e. gæði þjónustunnar og upplifun viðskiptavinarins á henni ásamt því hversu mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólkinu og veita því tækifæri til að vaxa í starfi. HVERNIG VORU VIÐBRÖGÐ STARFSFÓLKSINS ÞEGAR ÞIÐ KYNNTUÐ NÁMIÐ? Anna: Mjög góð, margir spenntir og sýndu áhuga. Við fórum hringinn um landið í verslanir okkar og kynntum námið og raunfærnimatið. Gunnur: Sama hér, við fórum um landið og kynntum þennan mögu- leika. Við upplifðum mikla jákvæðni, en þó voru einhverjir sem vilja bíða aðeins og sjá til. Þannig að næsti hópur verður eflaust stór. Svava: Við fundum fyrir áhuga, en samt var einnig hik. Sumir eru ekki vissir um það hvort þeir þori í nám eða hafi það sem til þarf. Eftir raunfærnimatið höfum við séð þessa starfsmenn fá meiri trú á sjálfum sér og aukið sjálfstraust. Þá rennur upp fyrir þeim: „Ég get meira en ég hélt!“ Einnig segja þau: „Ég gerði ekkert, geri bara það sem ég geri í vinnunni alla daga.“ Þau taka þekkingunni sem sjálfsögðum hlut. Gunnur: Já, þvílík sjálfsefling. HVAÐ ER MIKILVÆGAST FYRIR FAGMENN Í VERSLUN AÐ KUNNA OG VERA GÓÐIR Í? Allar þrjár eru sammála um að það sé að veita góða þjónustu og hæfni í mannlegum samskiptum. STARFS- MENNTAMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==