VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 15 Gunnur: Einnig er mikilvægt að vera ófeimin/n við að nálgast við- skiptavininn. Svava: Til að veita góða þjónustu verður þú að hafa góða vöruþekkingu og gaman að mannlegum samskiptum. Með þetta tvennt í farteskinu er auðvelt að þróa með sér góða sölutækni sem oftar en ekki felst í því að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og bjóða síðan við- eigandi þjónustu. Anna: Við erum sérfræðingarnir í verslunum okkar. Viðskiptavinurinn veit oft ekki hvað hann þarf að kaupa og er það því okkar að komast að því með viðskiptavininum. Það er fagmennska. Gunnur: Þetta er kúnst, þeir sem gera þetta vel gera það mjög vel. Þú færð góða þjónustu margfalt til baka. ERU STÖRFIN Í VERSLUN OG ÞJÓNUSTU AÐ BREYTAST AÐ YKKAR MATI? Allar þrjár eru alveg sammála um að svo sé og nefna sérstaklega sjálf- virknivæðinguna. Gunnur: Verslunin er að hverfa úr stöðlum og endurtekningu yfir í að veita góða þjónustu, fólk er að kalla eftir meiri þjónustu ogmeð því þarf góða þekkingu. Svava: Fólk gerir meiri kröfu um þekkingu starfsmanna, fólk er þá búið að skoða á netinu og kemur í verslanirnar undirbúið með allskonar spurningar. Gunnur: Já og vill dýpri þekkingu. Anna: Viðskiptavinir vilja faglega þekkingu fyrr og strax. Gunnur: Í stórmarkaði þarf starfsfólk t.d. að vita að appelsínurnar eru upp á sitt besta núna og nýkomnar frá Spáni, en svo er það einhver annar ávöxtur sem er upp á sitt besta í næsta mánuði. Svava: Þetta nám styður við þessar breytingar þar sem mannlegi þátt- urinn, þ.e. starfsmaðurinn, gegnir sífellt mikilvægara hlutverki meðfram tækniframförum og stafrænni þróun. Anna: Svo er vefverslun að koma meira inn. Námið styður við þessar breytingar (á störfum verslunarfólks) þar sem mannlegi þátturinn, þ.e. starfsmaðurinn, gegnir sífellt mikilvægara hlutverki meðfram tækniframförum og stafrænni þróun. Frá vinstri: Gunnur Líf Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Samkaupa, Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju og Anna Bragadóttir, fræðslustjóri Húsasmiðjunnar. STARFS- MENNTAMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==