VR Blaðið I 01 2020

16 VR BLAÐIÐ 01 2020 Gunnur: Starfsfólk sem er að afgreiða pöntun úr vefverslun þarf að kunna að setja ofan í körfuna, ekki að setja eitthvað í körfuna sem það sjálft myndi ekki kaupa. Þarna er þjálfun lykilatriði til að halda góðum gæðum. Mögulega færumst við áfram og þá er bara er spurning hvenær þetta fer í það að starfsmaðurinn kemur og raðar inn í ísskáp- inn fyrir þig. Anna: Við erum að þjálfa fólkið okkar í að veita betri þjónustu. MYNDUÐ ÞIÐ MÆLA MEÐ ÞVÍ VIÐ ÖNNUR FYRIRTÆKI AÐ TAKA ÞÁTT Í VERKEFNINU OG BJÓÐA SÍNU STARFSFÓLKI AÐ FARA Í FAGNÁMIÐ OG RAUNFÆRNIMATIÐ? Gunnur: Já klárlega, en það er mikilvægt að vinna grunninn vel. Byggja upp öfluga fræðslu og er námið frábær viðbót við það og afar mikilvægt ef við horfum til þess að efla styrkinn í verslun og þjónustu á Íslandi. Virði námsins mun aukast því fleiri sem viðurkenna það og átti sig á hve mikið það mun gefa starfsmanninum til framtíðar. Svava: Fyrir þau fyrirtæki sem hafa metnað fyrir því að gera vel í þjónustu þá hjálpar þetta þeim að efla starfsmenn sína og auka færni þeirra, sem skilar sér síðan í betri þjónustu, ánægðari starfsmönnum og betri rekstrarlegum árangri. Allar þrjár eru sammála um það að þetta er verkefni til framtíðar. Anna: Já, mæli klárlega með því að önnur fyrirtæki taki þátt í þessu verkefni. Það er gaman að því að við erum að að koma úr svo mismun- andi tegundum verslunar á Íslandi og það er vel pláss fyrir fleiri. Hvet fyrirtæki til að taka þátt. Gunnur: Þátttaka í svona verkefni er ekki síst fyrir fólkið. Hvort sem það er innan okkar fyrirtækis eða annars staðar. HVER ER LÆRDÓMURINN AF ÞÁTTTÖKU Í SVONA VERKEFNI? Gunnur: Mér finnst ég hafa lært af samstarfinu með því að setjast niður og fara yfir námskrárnar með hinum fyritækjunumog einnig að kynnast því að vinna með Verzlunarskólanum. Við erum búin að búa til tengsl sem mun hjálpa okkur í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Nú get ég hringt í Svövu, Önnu eða Eddu (mannauðsstjóra Húsasmiðjunnar) og spurt að einhverju sem okkur vantar aðstoð við. Svava: Þetta verður sterkt teymi. Þetta er svo frábært verkefni og hefur komið manni á óvart hverju þetta er að skila. Anna: Helsti lærdómurinn var að hitta hin fyrirtækin og gaman að sjá að þrátt fyrir ólíkar vörur og þjónustuþarfir viðskiptavina okkar fyrir- tækja þá vorum við allar á svipuðum stað hvað varðar fræðslu innan fyrirtækjanna og áherslur í fræðslu. Gaman af því. Svava: Mannauðsdeildir eru oft svo litlar deildir og þá er gott að geta leitað ráða annars staðar. HVERJU HEFUR ÞÁTTTAKA Í VERKEFNINU SKILAÐ STARFSFÓLKINU HJÁ YKKUR? Svava: Námið er rétt að hefjast þannig að eins og er þá hefur það skilað auknu sjálfstrausti, en til framtíðar mun það skila miklu, miklu meira. Gunnur: Líka hjá okkur, þetta er vitundarvakning sem hefur átt sér stað í fyrirtækinu og þessir 11 þátttakendur eru búnir að stimpla sig inn. Anna: Mér finnst þetta hafa veitt mínu fólki aukinn drifkraft til að efla sig í lífi og starfi, ekki bara fyrir hópinn sem er að fara í gegnum námið heldur líka nemendur framtíðarinnar hér úr Húsasmiðjunni því margir hafa verið að forvitnast um námið síðan við byrjuðum ferlið. Við græðum öll á þessu, starfsfólk og fyrirtæki. Við erum bara í lærdóms- ferli, en það er þannig með að fara í nám að það kemur enginn út í tapi. Svava: Þú getur aldrei tapað á því að fara í nám. Nánari upplýsingar um námið er að finna á starfsmennt.is Við græðum öll á þessu, starfsfólk og fyrirtæki. Við erum bara í lærdómsferli, en það er þannig með að fara í nám að það kemur enginn út í tapi. Virðing Réttlæti STARFS- MENNTAMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==