VR Blaðið I 01 2020

20 VR BLAÐIÐ 01 2020 LÍFSREGLURNAR 6 19. mars kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Bergsveinn Ólafsson Lífið er fullt af erfiðleikumog áskorunum en á sama tíma er lífið ævintýri með fullt af tækifærum. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir 6 lífsreglur sem styðja einstaklinga í vegferð í átt að betra, árangursríkara, merkingar- fyllra og hamingjusamara lífi. Einstaklingar geta hagnýtt reglurnar til að takast á við erfið verkefni, eflast persónulega, vaxa í vinnunni eða hafa góð áhrif á samböndin í lífi sínu. Þú ert nefnilega ekki allt sem þú getur orðið. Þú getur alltaf bætt þig og haldið áfram að læra því lífi hættir aldrei að kenna. Bergsveinn, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, er með BSc í sálfræði og stundar mastersnám í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann vinnur sjálfstætt samhliða námi með einstakl- ingum og hópum við þjálfunarsálfræði en hann hefur mikla reynslu úr íþróttum. Léttur hádegisverður í boði. SPJALLAÐ VIÐ FORMANNINN 28. apríl kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Ragnar Þór Ingólfsson Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti félagsmönnum. Á þessum fundi ætlar hann að fara yfir allt það helsta sem er á döfinni í málefnum VR og kjaramálum. Eftir það verður opnað fyrir fyrirspurnir þar sem Ragnar mun sitja fyrir svörum og ræða málin við félagsmenn. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur hádegisverður í boði. HVERNIG ÞEKKJA TÆKNIRISAR OKKUR OFT BETUR EN VIÐ SJÁLF? 20. maí kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Þór Matthíasson Hvernig veit Facebook-auglýsing að mig langar að fara til Balí ef ég hef aldrei sagt nokkrum manni frá ferðadraumunum? Og eftir að hafa keypt ferðina mína til Balí; hvernig stendur á því að ég fæ auglýsingu á YouTube fyrir sólarvörn? Eru þessir miðlar að njósna um mig eða liggur meira að baki? Í þessum fyrirlestri fer Þór Matthíasson, þróunar- stjóri hjá Svartagaldri og sérfræðingur í stafrænni auglýsingamiðlun, yfir það hvernig stendur á því að samfélagsmiðlarnir Facebook, Twitt- er og Linkedin, ásamt Google, Amazon og öðrum tæknirisum þekkja okkur oft betur en við sjálf. Virkilega áhugaverður fyrirlestur sem svarar spurningunni: „Hvernig getur Facebook vitað allt þetta og hvar endar þetta?“ Léttur hádegisverður í boði. HÁDEGISFYRIRLESTRAR FYRIR FÉLAGSMENN VR VOR 2020 Hádegisfyrirlestrar VR eru haldnir í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Félagsmönnum VR víðsvegar um landið býðst að horfa á áhugaverða fyrirlestra í streymi, eigi þeir ekki heiman- gengt. Hægt er að skrá sig á streymisþjónustu fyrir hvern fyrirlestur í atburðadagatali á vr.is . Skráning á hádegisfyrirlestra er á vr.is FÉLAGSMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==