VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 3 FRÉTTIR AÐALFUNDUR VR 25. MARS 2020 Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 25. mars næstkomandi og hefst kl. 19.30 . Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. VR HEIMSÆKIR SKÓLANA VR hefur staðið fyrir kynningum á réttindum og skyldum í grunn- og framhaldsskólum undanfarin 20 ár. Á kynningunni er farið yfir helstu grunnþætti sem mikilvægt er að ungt fólk þekki þegar það fer út á vinnumarkaðinn eins og kjarasamninga, launataxta, lágmarkslaun og veikindarétt svo eitthvað sé nefnt. Þá er mikilvægt að unga fólkið sé meðvitað um hvaða hlutverki stéttarfélögin gegna og þjónustuna sem þau veita. Það sem af er skólaári 2019-2020 hafa verið bókaðar 52 grunnskólakynningar og munu 2895 grunnskólanemendur fá slíka kynningu í sínum skóla. Framhaldsskólar sem fá kynningu á skólaárinu eru 10 talsins og um 417 framhaldsskólanemendur koma til með að hlýða á kynningu í sínum skóla en enn eiga eftir að bætast við skólar. Forsvarsmenn skóla geta bókað kynningu með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700 eða senda tölvupóst á sandra@vr.is . NÝTTU ATKVÆÐISRÉTT ÞINN Allsherjaratkvæðagreiðsla til stjórnar VR fyrir kjör- tímabilið 2020 til 2022 hefst mánudaginn 9. mars og lýkur á hádegi 13. mars . Kosningin er rafræn á Mínum síðum á vef VR. Innskráning er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Við hvetjum félags- menn til að kynna sér frambjóðendur og nýta atkvæðisrétt sinn . FYRSTA ÚTSKRIFT ÚR DIPLÓMANÁMI Í VIÐSKIPTAFRÆÐI OG VERSLUNARSTJÓRNUN Fyrsti hópur nemenda útskrifaðist úr Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun þann 22. febrúar síðastliðinn. Útskriftin fór fram hjá Háskólanum á Bifröst, en verkefnið er samstarf skólans og Háskólans í Reykjavík. VR, Samtök verslunar- og þjónustu og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks veittu útskriftarnemum verðlaun og ávarp- aði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hópinn eftir að þau tóku við skírteinum sínum. Óskaði hann þeim til hamingju með áfangann og sagði að þau væru brautryðjendur fyrir fagfólk í verslun og þjónustu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==