VR Blaðið I 01 2020

4 VR BLAÐIÐ 01 2020 Verkalýðshreyfingin hefur verið mikið í fréttum síðustu misseri og ár og ekki að ástæðulausu. Árin eftir hrun var hreyfingin mikið gagnrýnd fyrir sambandsleysi, með- virkni og ósýnileika þegar hvað harðast var sótt að launafólki og lífs- kjörum okkar. Gekk það svo langt að Alþýðusambandið skrapaði hinn landsfræga botn í trausti, samkvæmt mælingum viðhorfskannana, og kepptist við að verma þennan vafasama botn með Alþingi, fjármála- kerfinu, lífeyrissjóðunum og Fjármálaeftirlitinu. Með miklum breytingum í forystu hreyfingarinnar síðustu ár hefur orðið breyting þar á. Í raun algjör viðsnúningur. Viðsnúningur í viðhorfi og trausti sem á sér ekki fordæmi því afar erfitt er að vinna það upp ef það á annað borð glatast. Alþýðusambandið og nokkur stærstu aðildarfélögin mælast nú meðal þeirra sem mesta traustið hafa í ísl- ensku samfélagi. Hvað veldur gæti einhver spurt en því er auðsvarað. Grasrótin tók til sinna ráða og kaus sér nýja forystu í stærstu félögunum. Forystu sem lofaði að hlusta og breyta, taka baráttuna og stefnumót- „ÞÚ VERÐUR AÐ HLUSTA...“ LEIÐARI LEIÐARI FORMANNS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==