VR Blaðið I 01 2020

6 VR BLAÐIÐ 01 2020 FRAMTÍÐ VINNUMARKAÐARINS OG GERVIGREIND Vinnumarkaðurinn, bæði á Íslandi og erlendis, mun fara í gegnummikl- ar breytingar á næstu 10-15 árum í tengslum við hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Fjórða iðnbyltingin mun hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif í för með sér, líkt og fyrri iðnbyltingar. Fyrsta iðnbyltingin, 1760- 1840, einkenndist af vélvæðingu og má sem dæmi taka textíliðnaðinn. Textíliðnaðurinn gjörbreyttist á þessum tíma með tilkomu vefnaðarvéla þó útbreiðslan hafi farið hægt af stað. Önnur iðnbyltingin, 1870-1914, einkenndist af tækniframförum á borð við rafmagn, færibönd og járn- brautir. Erfiðisvinna var færð á færibandið og járnbrautirnar. Fram að þeim tíma unnum.a. börn langar vaktir í verksmiðjum. Þriðja iðnbylting- in, 1950-1970, einkenndist af tölvum og upplýsingatækni. VIÐAR INGASON HAGFRÆÐINGUR VR Í gegnum þrjár fyrri iðnbyltingar hafa störf tapast en á sama tíma hafa ný störf skapast og framleiðni aukist. Aukin framleiðni vegna tækniframfara er ein af forsendum efnahagslegra framfara. Tæknifram- förum geta þó fylgt tímabundin neikvæð áhrif. Helstu neikvæðu áhrifin eru á störf sem tæknin tekur við af. Fjórða iðnbyltingin einkennist af sjálfvirknivæðingu og gervigreind og vísar til tækniframfara sem átt hafa sér stað undanfarin ár og munu eiga sér stað á næstu 10-15 árum. Gott dæmi um tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar er sjálfkeyrandi bílar. Sjálfkeyrandi bílar geta tekið yfir störf á borð við akstur leigubíla og flutningabíla. Fyrirtæki líkt og

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==