VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 11 Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík Í samstar fi við star fsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og star fsmenntasjóð verslunarinnar Námið er orðið ómissandi hluti af minni vinnu. Það sem við lærum tengist beint inn á allt sem ég geri. Sem dæmi er komið inn á þjónustustjórnun, markaðsmál og rekstrarmál. Þess vegna er svo verðmætt að vera í náminu samhliða vinnu. - Björn S. Traustason , Markaðsstjóri hjá Reykjanesapóteki “ “ HÁDEGISFYRIRLESTRAR FYRIR FÉLAGSMENN VR Hádegisfyrirlestrar VR eru haldnir í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Skráning fer fram á vr.is . Félagsmönnum VR víðsvegar um landið býðst nú að horfa á áhugaverða fyrirlestra í streymi, eigi þeir ekki heimangengt. Hægt er að skrá sig á streymis- þjónustu fyrir hvern fyrirlestur í atburðadagatali á vr.is. MEÐ HÚMORINN AÐ VOPNI 16. janúar kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman Húmor losar um spennu og léttir andrúmsloftið, dregur úr streitu og eykur sköpunargleði og námsgetu. Húmor eykur einnig samkennd, sem er lím félagslegra tengsla á vinnustað. Hlátur stuðlar að losun endorfíns í heilanum, sem er vellíðunarhormón. Húmor hefur einnig lækningamátt, eykur brennslu og hefur yngjandi áhrif. Til eru mismunandi tegundir af húmor, eins og t.d. hörmungahúmor, gálgahúmor og yfirlætishúmor. Við notum húmor einnig sem tæki í samfélagsrýni. Í fyrirlestrinum verður á gamansaman hátt fjallað um húmor í hinum ýmsu myndum. Það er sannarlega ástæða til að brosa! Sérstaklega í janúar. Ingrid Kuhlman starfar sem framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði og hefur mikla reynslu af fyrirlestrum. UPPTEKNI UMHVERFISSINNINN 20. febrúar kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Umræða í samfélaginu um loftslagsmál og neyslu almennings er ofarlega í hugum margra. Í fyrirlestrinum fer Snjólaug yfir hvernig sú umræða getur haft áhrif á líðan okkar, hún bendir á leiðir til að njóta lífsins með minni loftslagskvíða, án neysluskammar og hvernig hægt er að vera með  „jeppadellu“ en samt vera umhverfissinnaður! Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, starfar sem sjálfbærniráðgjafi og er stofnandi Andrými ráðgjafar. Hún starfar með fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og opinberum aðilum að því verðuga verkefni að auka sjálfbærni í samfélaginu og takmarka áhrif loftslagsbreytinga. LÍFSREGLURNAR 6 19. mars kl. 12:00-13:00 Fyrirlesari: Bergsveinn Ólafsson Lífið er fullt af erfiðleikum og áskorunum en á sama tíma er lífið ævintýri með fullt af tækifærum. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir 6 lífsreglur sem styðja einstaklinga í sinni vegferð í átt að betra, árangursríkara, merkingarfyllra og hamingjusamara lífi. Einstaklingar geta hagnýtt reglurnar til að takast á við erfið verkefni, eflast persónulega, vaxa í vinnunni eða hafa góð áhrif á samböndin í lífi sínu. Þú ert nefnilega ekki allt sem þú getur orðið. Þú get- ur alltaf bætt þig og haldið áfram að læra því lífið hættir aldrei að kenna. Bergsveinn, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, er með BSc í sálfræði og stundar mastersnám í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði. Hann vinnur sjálfstætt samhliða námi með einstaklingum og hópum við þjálfunarsálfræði en hann hefur mikla reynslu úr íþróttum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vr.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==