VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 12 STARFSFÓLK Í STJÓRNIR FYRIRTÆKJA Landssamband íslenzkra verzlunarmanna gerir kröfu umaukið atvinnulýðræði og að starfsmenn fái sæti við stjórnarborðið. Fyrirsögn þessarar greinar er sú sama og á álykt- un sem samþykkt var einróma á nýafstöðnu þingi LÍV, Landssambands ísl. verzlunarmanna, og endur- speglar vel þá auknu áherslu sem verkalýðshreyf- ingin leggur á lýðræði á vinnumarkaði, (sjá ályktun- ina annars staðar á opnunni). Á þinginu var m.a. fjallað um atvinnulýðræði og beina þátttöku starfsmanna í stjórnun fyrirtækja. VR og LÍV gerðu kröfu um aukið lýðræði í síðustu kjarasamningum þannig að starfsfólk fái fulltrúa í stjórnir fyrirtækja. Þá samþykkti ASÍ kröfu um atvinnu- lýðræði á þingi sambandsins á síðasta ári og rétt starfsmanna til að skipa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja. Þessi umræða er þannig ekki ný af nálinni hér á landi þó að atvinnulýðræði hafi ekki náð að festa rætur á Íslandi á sama hátt og víða í nágrannalöndunum. HVAÐ FELST Í ATVINNULÝÐRÆÐI? Atvinnulýðræði þýðir að starfsmenn geta haft áhrif á ákvarðanir stjórnar fyrirtækisins, allt frá ákvörð- unum um stefnumótun til framtíðar til ákvarðana sem snerta dagleg störf starfsmanna. VR og önnur félög í LÍV vilja tryggja raunverulega aðkomu starfs- manna að stjórnun fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, til dæmis með setu í stjórn fyrirtækisins. seta starfsmanna við stór fyrirtæki með að lágmarki 500 starfsmenn. Algengi stjórnarsetu starfsmanna í fyrirtækjum á Norðurlöndum er misjafnt eftir atvinnugreinum og stærð fyrirtækja. Það er mun algengara að starfs- menn eigi fulltrúa í stærri fyrirtækjum en þeim minni og algengið er meira í iðnaði og framleiðslu en til dæmis í verslun og þjónustu. EN Á ÍSLANDI? Hér á landi eru hvorki lög né kjarasamningar sem gefa starfsfólki almennt rétt til að kjósa fulltrúa sína í stjórn fyrirtækisins. Í örfáum stofnunum, eins og Þjóðskjalasafninu og Ríkisútvarpinu, eiga starfsmenn þó sæti í stjórn, en það heyrir til algerra undan- tekninga. Tilraunir til að koma á atvinnulýðræði á Íslandi eiga sér engu að síður langa sögu. Fyrsta þingsályktunartillagan um atvinnulýðræði var lögð fram á Alþingi 1965 og hafa síðan verið lagðar fram fleiri tillögur og frumvörp sem miða að því að auka lýðræði í atvinnulífinu, án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Verkalýðshreyfingin hefur nú tekið málið upp að nýju eins og kemur fram fyrr í greininni og hefur VR til að mynda stofnað sérstaka framtíðarnefnd innan stjórnar félagsins sem hefur atvinnulýðræði á sinni könnu. Á Norðurlöndum þar sem stjórnarseta starfsmanna á sér áratuga sögu er almenn sátt um þetta fyrir- komulag, stéttarfélög telja það til réttinda starfs- fólks á vinnumarkaði. Stjórnarseta starfsmanna skilar ávinningi bæði til starfsfólks fyrirtækja og fyrirtækjanna sjálfra enda hljóta langtímahags- munir beggja að fara saman. Starfsmenn fjárfesta í fyrirtækinu með vinnuframlagi sínu og sérþekkingu sem styrkir samkeppnishæfni þess. Stjórnarseta starfsmanna auðveldar upplýsingaflæði milli stjórn- ar og starfsmanna sem skilar sér í betra samstarfi innan fyrirtækisins og meiri skilningi beggja aðila. Rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif stjórnarsetu starfsmanna á rekstur og starfsemi fyrirtækja og á framleiðni starfsmannanna sjálfra. Stjórnarseta starfsmanna felur einnig í sér ákveðið eftirlit með störfum stjórnar og áhættusækni eigenda. NÆSTU SKREF? Á þingi LÍV var samþykkt að hefja vinnu við að móta stefnu og hugmyndir um framkvæmd atvinnu- lýðræðis hérlendis. Samþykktin kom í kjölfar mikillar umræðu um framtíðina í ljósi þeirra breytinga sem 4. iðnbyltingin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Markmiðið er að afrakstur tækniframþróunar skili sér til launafólks og samfélagsins alls. Um það markmið hljóta allir að geta verið sammála. Stjórnarseta starfsmanna – sem á ensku er kallað Board-level employee representation eða BLER – felur í sér rétt starfsmanna til að kjósa einn eða fleiri fulltrúa með atkvæðisrétt í stjórn fyrirtækis- ins. Þessi réttur er til staðar í meirihluta aðildar- ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, þar með talið á Norðurlöndum að Íslandi undanskildu. Réttindi og skyldur fulltrúa starfsmanna í stjórn eru í flestum tilfellum þær sömu og fulltrúa eigenda, þó þeir taki síður þátt í umræðum eða ákvörðunum sem varða t.d. vinnustöðvun. STAÐAN Á NORÐURLÖNDUM Fjögur Norðurlandanna eiga það sameiginlegt að réttur starfsmanna til að kjósa fulltrúa í stjórn fyrirtækis síns á sér skýra stoð í lögum eða kjara- samningum. Starfsmenn eða stéttarfélög þurfa þó yfirleitt að gera kröfu um að virkja þennan rétt, en þegar slík krafa liggur fyrir er fyrirtækinu skylt að tryggja starfsmönnum sæti við stjórnarborðið. Rétt- urinn til stjórnarsetu starfsmanna miðar í flestum tilfellum við tiltekna stærð fyrirtækja eða fjölda starfsmanna. Á Norðurlöndum er þessi þröskuldur allt frá því að vera 25 starfsmenn í Svíþjóð í að vera 150 starfsmenn eins og í Finnlandi. Þröskuldurinn er þó víða hærri, til dæmis í Þýskalandi miðar stjórnar- Fjögur Norðurlandanna eiga það sameiginlegt að réttur starfsmanna til að kjósa fulltrúa í stjórn fyrirtækis síns á sér skýra stoð í lögum eða kjarasamningum. Starfsmenn eða stéttarfélög þurfa þó yfirleitt að gera kröfu um að virkja þennan rétt. Virðing Réttlæti Réttur starfsmanna til að kjósa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja innan EES er nokkuð víðtækur en í löndunum merktum með appelsínugulum og bláum lit á kortinu hafa starfsmenn slíkan rétt, þó hann sé mismikill. Í grænu löndunum er hins vegar enginn eða nánast enginn réttur til stjórnarsetu fulltrúa starfsmanna. Í prentuðu eintaki VR blaðsins birtist rangt kort með þessari grein og biðjumst við velvirðingar á því.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==