VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 13 HÚSNÆÐISMÁLIN Í BRENNIDEPLI Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, sagði í þingsetningarræðu sinni að verkalýðshreyfingin stæði nú frammi fyrir miklum áskorunum þar sem tæknibreytingar bæri hæst. Það væri verkefni okkar að tryggja störf okkar samhliða þessari þróun og við þyrftum því að huga vel að þeirri framtíðarsýn sem við blasir. Ragnar Þór fjallaði einnig um stöðu húsnæðismála en hann leiðir þá vinnu á vettvangi ASÍ í kjölfar lífs- kjarasamninganna. Starfsemi Bjargs húsnæðisfélags er komin vel á veg en erfiðara hefur gengið með húsnæðisfélagið Blæ vegna fjármögnunarvanda. Sagði Ragnar Þór að viðræður væru hafnar við líf- eyrissjóði um möguleika í þeim efnum og horfir hann einnig til sameiningar Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um næstu áramót. Þá standi til að kynna fljótlega byltingarkenndar hugmyndir varðandi úrræði til fyrstu kaupa með ákveðinni fjármögnun frá ríkinu en verið er að skoða fyrir- myndir slíks fyrirkomulags frá Skotlandi og Bretlandi sem mætti aðlaga íslenskum aðstæðum. STYTTING VINNUVIKUNNAR – JÁKVÆÐAR NIÐURSTÖÐUR TILRAUNAVERKEFNIS Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, fjallaði um styttingu vinnuvikunnar og sagði frá spennandi verkefni hjá Reykjavíkurborg og fleiri opinberum stofnunum. Kom fram í máli Magnúsar að niðurstöður verkefnisins væru jákvæðar og má þar nefna þætti svo sem að einkenni álags minnk- uðu, dregið hafi úr kulnun og líðan hafi almennt verið betri í vinnu og heima. Þessu fylgdi aukin starfsánægja og bættur starfsandi. Sagði Magnús Már að 12 mánuðum liðnum hafi upplifun flestra í verkefninu farið fram úr væntingum. Þessu tengt fjallaði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, um vinnutímastyttinguna sem samið var um í kjarasamningunum og sem taka gildi þann 1. janúar 2020. VR hefur hrundið af stað mikilli auglýsinga- herferð þar sem félagsmenn jafnt sem atvinnurek- endur eru hvattir til þess að huga að þessummálum og semja um útfærslu fyrir 1. desember nk. Það er svo kannski tímanna tákn að eftir að fram- sögum um vinnutímastyttingu var lokið var tekin upp sú nýbreytni í skipulagi þingsins að í stað hring- borðsumræðna með „þjóðfundarfyrirkomulagi“ var ný tækni nýtt þar sem fyrirspurnir og vangaveltur þingfulltrúa fóru um rafrænt kerfi (www.menti.com) . Framsögumenn gátu svo svarað munnlega af svið- inu og hægt var að stilla upp ályktunum þingsins út frá niðurstöðum þessa. Mæltist þessi nýja aðferð mjög vel fyrir meðal þingfulltrúa í könnun sem gerð var í lok þings og er án efa komin til að vera. FRAMTÍÐ LÍV Ragnar Þór og Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri (FVSA), brydd- uðu upp á spennandi umræðum um framtíð verka- lýðshreyfingarinnar þar sem þeir settu fram áleitnar og krefjandi spurningar sem þingfulltrúar svöruðu með hinu nýja rafræna kerfi. Var þar til umfjöllunar framtíð LÍV og það að gera VR að landsfélagi, hvernig bregðast eigi við fækkun starfa vegna tæknibreyt- inga, alþjóðavæðingin og hvernig virkja má unga- fólkið í hreyfingunni svo nokkuð sé nefnt. Óhætt er að segja að umræður hafi verið fjörugar um þessi málefni en flestar raddir voru á því að framtíðin bæri í skauti sér færri en sterkari einingar félaga sem fengju með því öflugari rödd. Þá var það samdóma álit fulltrúa að herða þurfi löggjöf gagn- vart sk. „lággjalda stéttarfélögum“ sem ekki gera kjarasamninga og sum vart hægt að kalla stéttar- félög. Varðandi framtíð LÍV og þeim möguleika að VR yrði landsfélag, sem þingfulltrúum sýndist stefna í, þá sagði Eiður, formaður FVSA, að þó yrði að gæta þess vel að umgjörð laga VR yrði að breyta á þann veg að allir sem kæmu að málum myndu upplifa það mjög sterkt að VR væri orðið lands- félag sem bæri þann titil með rentu. STARFSFÓLK Í STJÓRNIR FYRIRTÆKJA? Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri rannsókna hjá VR var með framsögu um atvinnulýðræði sem vakti mikla athygli á þinginu. Var það ekki síst vegna þess að stjórnarseta fulltrúa starfsmanna í fyrirtækjum er mun útbreiddari í mörgum nágrannalöndum okkar og byggir á miklu eldri grunni en flesta þingfulltrúa óraði fyrir (sjá grein á opnunni). Fjörugar umræður urðu í kjölfar erindis Steinunnar og er ljóst að þetta er málefni sem mun fá miklu meira vægi í framtíð- inni. Voru fulltrúar á því að nauðsynlegt sé að auka atvinnulýðræði til þess að bregðast við þeim breyt- ingum sem við nú stöndum frammi fyrir vegna þess sem nefnt hefur verið einu nafni fjórða iðnbyltingin og var samþykkt ályktun þingsins vegna þessa. FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN Geir Hólmarsson, kennari í félags- og stjórnmála- fræði í MA, og Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræð- ingur hjá Aton, fjölluðu um sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna í mjög áhugaverðum erindum á þinginu. Kom fram í máli þeirra að við stöndum nú frammi fyrir mjög stóru endurmenntunarhlutverki vegna þessarar hröðu tækniþróunar þar sem við þurfum nú að nýta hugaraflið fremur en vöðvaaflið eins og í fyrri tíð. Þótt það sé áskorun séu mjög skemmtilegir tímar framundan því það þurfi að hugsa flesta hluti uppá nýtt. Huginn Freyr, sem var formaður nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðn- byltinguna, sagði að Ísland stæði tæknilega vel til að takast á við verkefnið. RAGNAR ÞÓR KJÖRINN FORMAÐUR Á þinginu var kosið í stjórn til næstu tveggja ára og var Ragnar Þór, formaður VR, kjörinn formaður LÍV en engin mótframboð bárust. Aðalmenn voru kosin þau Kristín María Björnsdóttir VR, Eiður Stefánsson FVSA, Guðmundur Gils Einarsson VR, Svanhildur Ó. Þórsteinsdóttir VR, Hjörtur Geirmundsson Vmf. Skagafjarðar og Bryndís Kjartansdóttir VR. ÁLYKTUN UM ATVINNULÝÐRÆÐI - Starfsfólk í stjórnir fyrirtækja 31. þing Landssambands íslenzkra verzlunar- manna telur að nauðsynlegt sé að auka at- vinnulýðræði til þess að bregðast við þeim breytingum sem við nú stöndum frammi fyrir vegna þess sem nefnt hefur verið einu nafni fjórða iðnbyltingin. Ísland stendur langt að baki þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við að þessu leyti og teljum við tíma til kominn að við stöndum þeim jafnfætis. Vinna hefur nú þegar hafist innan aðildarfélaga LÍV við að móta stefnu og hugmyndir um framkvæmd atvinnu- lýðræðis hérlendis. Er þetta gert til þess að tryggja að afrakstur tækniframþróunar skili sér til launafólks og samfélagsins alls.“ VEL HEPPNAÐ ÞING VERSLUNARMANNA Dagana 18.-19. október sl. fór fram kröftugt og vel heppnað 31. þing Lands- sambands íslenzkra verzlunarmanna á Akureyri. Mikill hugur í þingfulltrúum enda viðfangsefni þingsins spennandi, meðal annars stytting vinnuvikunnar og fjórða iðnbyltingin. Virðing Réttlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==